loading/hleð
(21) Blaðsíða [19] (21) Blaðsíða [19]
dóttur í mars og Drífu Viðar í október. Á fundi Norðurlandaráðs í fehrúar var m.a. samþykkt tillaga frá Ragnhildi Helgadóttur, forseta ráðsins, um að Norðurlandaráð efndi til farandsýningar um sögulega þróun stöðu kvenna á Norðurlöndum. Sýningin verður á vegum RiksutstSllningar í Svíþjóð og með aðstoð dr. Asta Ekenvall, eins af stofnendum kvennasögusafnsins í Gautahorg. Ríkisútvarpið, bækur,'hlöð ó.fl..; 1975 Allmörg erindi og þættir voru í útvarpinu í tilefni kvennaársins. T.d. voru erindi að tilhlutan Kvenstúdentafélags íslands, og Rauð- sokkahreyfingin hafði þrjá þætti, sem nefndir voru 1101 - ellefu hundruð og eitt. Ötvarpsstöðvar á norðurlöndum höfðu samvinnu um að gera hálftíma dagskrá frá hverju landi og eina sameiginlega. Allar dagskrárnar voru með ensku tali. Sigrxður Thorlacius sá um íslenska hlutann. (Júlí/ágúst). Sjónvarpið sýndi m.a. kvikmynd í mörgum þáttum um kvenréttinda- baráttuna í Englandi. (Ágúst/september). "Jafnrétti kynjanna" kom út í júnímánuði. Bókin er skýrsla um niður- stöður af rannsókn, sem Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir gerði á vegum Námsbrautar í þjóðfélagsfræðum við Háskóla íslands, og pró- fessor Ólafur Ragnar Grímsson bjó til prentunar. Þingsályktunar- tillaga, sem lögð var fram á Alþingi 1971, lá til grundvallar þess- ari rannsókn. Ritgerðasamkeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára um "stöðu konunnar í þjóðfélaginu" var auglýst á vegum menntamálaráðuneytis- ins í júní. Verðlaunin, vikudvöl í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, hlaut María Haraldsdóttir, 18 ára. (Desember). Menntamálaráðuneytið lét þýða á íslensku yfirlýsingu Allsherjar- þings sameinuðu þjóðanna 7. nóvember 1967 um afnám misréttis gagnvart konum. Jafnréttisnefndir til að vinna að jafnstöðumálum kvenna og karla voru settar á stofn í nokkrum sveitarfélögum: í Kópavogi í júlí, síðan í Garðahreppi (Garðabæ) og Hafnarfirði í desember, og í Nes- kaupstað er nefnd væntanleg. í Reykjavík var á borgarstjórnar- fundi x nóvember tillögu um að skipa jafnréttisnefnd vísað frá. Frímerki var gefið út í tilefni kvennaársins. Verðgildi 100 krónur. Myndin er af listaverki eftir Nínu Tryggvadóttur. (Útgefið 15. okt. 1975). Framkvæmdanefndin um kvennafríið á Akureyri setti á laggirnar í nóvember nýja nefnd kvenna og karla - eða jafnréttissamtök - með fjölbreytta verkefnaskrá. Ötgefendur virtust taka mið af kvennaárinu með vali jólabóka sinna. Karlmenn, sem skrifuðu í blöð eða minntust opinberlega á kvenna- árið og kvennafríið, gerðu það yfirleitt af skilningi og sanngirni, en nokkrar illgirnisraddir vöktu athygli. Nokkrar hjáróma kven- raddir heyrðust einnig. Samvinnunefndir á norðui'löndum ætla að rannsaka, hvernig hlutur kvenna í þjóðfélaginu kemur fram í fjölmiðlum. íslenska nefndin "Fjölmiðlanefnd" var stofnuð í nóvember. Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri hafði í tilefni kvennaársins mynd af Aðalbjörgu Sigurðardóttur á jólamerki sínu 1975. Fyrrverandi þingskrifarar, konur, stefna Alþingi vegna þess að karl- þingskrifari fékk hærri laun en þasr. Málið kom fyrir borgardóm Reykjavíkur í fyrsta skiptið í desember.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Blaðsíða [25]
(28) Blaðsíða [26]
(29) Blaðsíða [27]
(30) Blaðsíða [28]
(31) Blaðsíða [29]
(32) Blaðsíða [30]
(33) Blaðsíða [31]
(34) Blaðsíða [32]
(35) Blaðsíða [33]
(36) Blaðsíða [34]
(37) Kápa
(38) Kápa
(39) Kvarði
(40) Litaspjald


Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna

Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
38


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna
http://baekur.is/bok/000012052

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða [19]
http://baekur.is/bok/000012052/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.