loading/hleð
(23) Blaðsíða [21] (23) Blaðsíða [21]
Kvennáfrí 24. októher 1975; 1975 Hámark kyennaársins á íslandi yar kyennafríið 24. október 1975. Hugmyndin um það var buin að vera nokkurn tíma til umhugsunar og umræðu (sbr. Vxsi 27/6 1974), en á ráðstefnunni á Loftleiðahótelinu í júní 1975 var samþykkt að skora á konur landsins að taka ser frí frá stðrfum á degi Sameinuðu þjóðanna á kvennaárinu. Konur þær, sem að tillögunni stóðu, settu á stofn í september stóra framkvæmda- nefnd og aðra fimm starfshópa til að hafa á hendi ákveðin verkefni fyrir fríið. ðhemjumikil vinna var lögð í allan undirbúning og árangurinn varð að sama skapi, og raunar meiri. Kringum 25 þúsund manns safnaðist saman á Lækjartorgi og miðbæ Reykjavíkur til úti- fundar með hljómlist, ræðum, söngvum o.fl. Fundurinn stóð í um það bil tvær klukkustundir. A eftir var á ýmsum stöðum í borginni "opið hús", þar sem leikarar og aðrir skemmtikraftar komu fram. í útvarpinu eftir kvöldfréttir til miðnættis gerðu fréttamenn "upp reikninginn að kvöldi kvennafrídags": Hvað gerðist í dag? Mörg félög, þ.á.m. stjórnmálafélög og stéttarfélög, samþykktu og birtu opinberlega stuðning sinn við kvennafríið. Mörg heillaskeyti komu, einnig frá útlöndum. Utan Reykjavíkur víðs vegar um landið voru einnig fundir og hátíðahöld, og sums staðar var þátttaka hlutfallslega meiri en í Reykjavík. Fjöldi erlendra fréttamanna kom. Kvennafríið á íslandi vakti heimsathygli. Leiklist, tónlist o.fl.: 1975 Leikfélag Reykjavíkur byrjaði rétt eftir kvennafríið að sýna Sauma- stofuna, leikrit sem Kjartan Ragnarsson leikari samdi fyrir leik- félagið í tilefni kvennaársins. Umræður milli áhorfetida og leik- ara voru á einni af fyrstu sýningunum. Mikil aðsókn. Þingkonurnar, leikrit eftir Aristofanes (höfund Lýsiströtu - var uppi ca 450-385 f.Kr.) voru sýndar á sviði af nemendum Menntaskól- ans við Hamrahlíð í tilefni kvennaársins^'£ r,Cf ' ‘ ‘,(1 L>- "Áfram stelpur" bljómplata með 15 jafnstöðubaráttusöngvum kom út í desember. Norðurlandameistari kvenna í skák varð Guðlaug Þorsteinsdóttir, 14 ára. (Ágúst). Hún var áður orðin íslandsmeistari, í apríl. Makar bænda - yfirleitt eru það konur - fá kosningarrétt og kjör- gengi innan Stéttarsambands bænda. (Ágúst/sept.). Nokkur mál á Alþingi íslendinga á kvennaárinu 1975: 1975 "Fóstureyðingafrumvarpið" var enn á dagskrá: Frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir, fullu nafni. - Mikil blaðskrif voru um málið, undirskriftum safnað, fundir haldnir og samtök. stofnuð. Alþingi afgreiddi frumvarpið sem lög 7. maí, eftir að Þriggja karla þingnefnd (enginn sérfræðingior) hafði breytt veiga- miklum atriðum frá fyrstu gerð frumvarpsins. Þessar breytingar fela í sér, að sjálfsákvörðunarréttur konu til fóstureyðingar er ekki viðurkenndur. Bjarnfríður Leósdóttir leggur fram á ný þingsályktunartillögu um að gera m.a. þær breytingar á almannatryggingarlögunum, að konum verði tryggt 3ja mánaða fæðingarorlof með launum. (Febrúar). Alþingi samþykkti í maí breytingar á lögum um atvinnuleysistrygg- ingar, þannig að konur - innan ASÍ - sem forfallast frá vinnu vegna barnsburðar, njóti atvinnuleysistrygginga í 90 daga. Sigurlaug Bjarnadóttir og Ragnhildur Helgadóttir leggja fram í deseníber (125. mál) þingsályktunartillögu um fæðingaroi'lof bænda-
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Blaðsíða [25]
(28) Blaðsíða [26]
(29) Blaðsíða [27]
(30) Blaðsíða [28]
(31) Blaðsíða [29]
(32) Blaðsíða [30]
(33) Blaðsíða [31]
(34) Blaðsíða [32]
(35) Blaðsíða [33]
(36) Blaðsíða [34]
(37) Kápa
(38) Kápa
(39) Kvarði
(40) Litaspjald


Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna

Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
38


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna
http://baekur.is/bok/000012052

Tengja á þessa síðu: (23) Blaðsíða [21]
http://baekur.is/bok/000012052/0/23

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.