loading/hleð
(33) Blaðsíða [31] (33) Blaðsíða [31]
1961 aftur á næsta þingi og vísað til rxkisstjórnarinnar og nefndar sem vann að endurskoðun almannatryggingalaga, en án árangurs. Lðg um launajöfnuð kvenna og karla, nr. 60 29. mars 1961. Launa- jöfnuðurinn á að komast á á 6 árum, 1962-1967. Lögin koma x kjöl- far alþjóðasamþykktarinnar nr. ÍQQ, en þó án nokkurs ákvæðis um sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Varhugavert, skv. greinargerð. 1962 Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 55 28. apríl 1962. Launalögin 1955 að mestu afnumin. K.R.F.Í. gerir kröfur um að kona verði í kjararáði. (Fulltrúaráðsf. 1962). 1963 Auglýsing um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunar- innar nr. 111, er varðar misrétti til atvinnu og starfa, nr. 14 2. okt. 1963. (Stjórnartíðindi C 2). 1970 Eftir verkfall tókst að fá frá atvinnurekendum fæðingarstyrk handa verkakonum, einnar viku dagvinnukaup. Seinna var annarri^viku^ hætt við og nú á fæðingarstyrkurinn að vera dagvinnukaup í þrjár vikur (1975). Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á jafnrétti þegnanna í íslensku þjóðfélagi, einkum með tilliti til þess hvernig háttað er raunverulegu jafnrétti karla og kvenna. Að rannsókn lokinni verði niðurstöður birtar. - K.R.F.Í. sendi bréf til allra alþing- ismanna 20. nóv. 1970 með áskorun um að samþykkja tillöguna. (Samvinnan, 6. h. 1971, bls. 71-73). 1971 Svava Jakobsdóttir flytur frumvarp um jafnlaunadóm. Þar eru í fyrsta sinn í frumvarpi ákvæði um sömu laun til kvenna og karla fyrir jafnverðmæt störf. Án árangurs. 1972 Landsfundur Kvenréttindafélags íslands (K.R.F.f.) 1972 tók undir samþykktir fundar sambands norrænu kvenréttindafélaganna í Noregi sama vor. Nokkrar þeirra skulu nefndar: 1. Að í stjórn allra landanna verði sett ákvæði um jafnstöðu kvenna og karla. 2. Að tekið verði til athugunar að setja á stofn jafnstöðuráð (líkt og í Noregi). 3. Að meginreglan um jöfn laun verði lögfest. 4. Að tekið verði til athugunar að setja í lög ákvasði um, að foreldrar eigi kost á styttum vinnutíma og sömuleiðis að foreldrar hafi leyfi frá vinnu 1 samtals 12 einstaka daga a ári vegna sjúkra barna eða ættingja (eins og reglur eru um fyrir ríkisstarfsmenn í Svíþjóð). 5. Að löggjöf verði sett, sem tryggi öllum börnum vist á dag- heimili, rétt eins og í skóla. (19. júní 1972, bls. 28). 1973 Lög um jafnlaunaráð, nr. 37 24. apríl 1973. (Flm. Svava Jakobs- dóttir og fl.): 1. gr. "Konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt og að öðru leyti sambærileg störf." 2. gr. "Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði. Gildir þetta ekki aðeins um launagreiðslur heldur um hvers konar greinarmun, útilokun eða forréttindi vegna kynferðis. öheimilt er að skerða jafnrétti kynjanna til atvinnuráðningar og skipunar í starf, hlunninda og hækkunar x starfi." Jafnlaunaráð á m.a. að taka við áhendingum um brot á ákvæðum lag- anna, rannsaka málið af því tilefni og senda að rannsókn lokinni málskjöl til þeirra aðila, sem málið snertir. í jafnlaunaráði eru: Guðrún Erlendsdóttir, form., Áslaug Thorlacius, Haraldur ölafsson, ólafur Jónsson og Þórunn Valdimarsdóttir. Lög um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistunarheimila, nr. 29, 21. apríl 1973. Lög um atvinnuleysistryggingar, nr. 57 27. apríl 1973. Ákvæðin um
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Blaðsíða [25]
(28) Blaðsíða [26]
(29) Blaðsíða [27]
(30) Blaðsíða [28]
(31) Blaðsíða [29]
(32) Blaðsíða [30]
(33) Blaðsíða [31]
(34) Blaðsíða [32]
(35) Blaðsíða [33]
(36) Blaðsíða [34]
(37) Kápa
(38) Kápa
(39) Kvarði
(40) Litaspjald


Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna

Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
38


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna
http://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3

Tengja á þessa síðu: (33) Blaðsíða [31]
http://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3/0/33

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.