loading/hleð
(5) Blaðsíða [3] (5) Blaðsíða [3]
1884 Andrea Guðmundsdóttir saumakona á ísafirði er fyrsta kona, sem vitað er að hafi notað atkvæðisrétt sinn við kosningar á íslandi. 1885 Páll Briem amtmaður heldur fyrirlestur á vegum Thorvaldsensfélagsins um frelsi og menntun kvenna 19. júlx 1885. (Útgefinn 1885). Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifar grein x Fjallkonunni 5. júní 1885. Fyrsta blaðagrein konu á íslandi. 1886 Konur, sem með logum nr. 10 12. maí 1882 fengu kosningarrétt við hreppsnefnda- og sóknarnefndakjor o.fl., fá nú kosningarrétt við prestkosningar. (Lðg nr. 1, 8. janúar 1886). Tilskipun nr. 27 4. des. 1886 er um "rétt kvenna til að ganga undir próf hins læröa skóla í Reykjavík, prestaskólans og læknaskólans, og til að njóta kennslu á þessum síðar tðldu skólum." Með þessum lögum geta konur gengið undir árspróf 4. bekkjar lærða skólans, og eins burtfararpróf skólans með sömu skilyrðum og læri- sveinar, sem lært hafa utan skóla. Réttindi til náms og prófa í prestaskólanum er talsverðum takmörk- unum háð, en hvað kennslu og próf í læknaskólanum snertir njóta konur réttar til fulls. Hins vegar segir svo í 3. grein orðrétt: "Með því að ganga undir próf þau, er getur um í þessari tilskipun, öðlast konur engan aðgang að embættum né heldur rétt á að njóta góðs af styrktarfé því, er hingað til hefur ákveðið verið náms- mönnum við presta- og læknaskólann. Konur mega heldur ekki stíga í stólinn, þótt þær njóti kennslu í prestaskólanum eða hafi gengið undir próf í guðfræði, er um getur í 2. grein." 1887 Bríet Bjarnhéðinsdóttir heldur fyrirlestur opinberlega 30. des. 1887. Fyrirlesturinn gefinn út á prenti 1888. 1889 Kvennafræðarinn - 370 blaðsíðna bók um heimilisstörf og matargerð - eftir Elínu Briem Jónsson, forstöðukonu Kvennaskólans á Ytri-Ey í Húnavatnssýslu, gefinn út í Reykjavík 1889. (4. útgáfa 1911). Camilla (Stefánsdóttir) Bjarnarson (Torfason síðar) tók stúdents- próf í Kaupmannahöfn árið 1889 og ári síðar cand.phil. próf við Hafnarháskóla. (Melkorka 1960, 1. hefti 16. árg., grein eftir Ragnheiði Guðmundsdóttur, lækni). 1890 Ólafía Jóhannesdóttir gengur undir fjórðabekkjarpróf í Latínuskól- anum. Var fyrst synjað um það, þrátt fyrir lögin 1886. Sótti um að taka stúdentspróf eftir eitt ár, en var synjað um það. Nafn ólafíu finnst ekki í skólaskýrslum hins lærða skóla. (Ólafía Jóhannesdóttir - Rit I, bls. 114-117, og Hannes Þorsteins- son - Endurminningar ... 1962, bls. 152). 1894 8 konur í Reykjavík boða til fundar 26. janúar 1894 til þess að koma á samskotun til styrktar háskóla á íslandi. Um 200 konur úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi komu á fundinn. Þessi fundur var upphaf Hins íslenzka kvenfélags, sem hafði réttindamál kvenna aðallega á stefnuskrá. Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir var lífið og sálin í félaginu, en ólafía Jóhannesdóttir var hennar önnur hönd. (Nýtt Kvennablað 1944, 5. árg. 4. tbl., grein eftir Ragn- hildi Pétursdóttur og ólafíu Jóhannesd. - Rit I, bls. 25, og neðanmáls á bls. 137). 1895 Tvö kvennablöð hefja göngu sína 1895: Framsókn á Seyðisfirði 8. janúar. Ritstjórar Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir. Kvennablaðið í Reykjavík 21. febrúar. Rit- stjóri Bríet Bjarnhéðinsdóttir. 1897 Fyrsta kona á íslandi tekur burtfararpróf í Lærða skólanum í Reykja- vík. í skólaskýrslu fyrir skólaárið 1896-97 segir svo: "í desem- ber mánuði var yngismey Elínborgu Jakobsen, dóttur skóara J. Jakobsens (fæddri í Reykjavík 10. okt. 1871), veitt inntaka í 6. bekk skólans af stiftsyfirvöldunum samkvæmt bréfi ráðgjafans fyrir ísland, dags. 10. nóv. 1896." Stúdentsprófinu lauk hún 30.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Blaðsíða [21]
(24) Blaðsíða [22]
(25) Blaðsíða [23]
(26) Blaðsíða [24]
(27) Blaðsíða [25]
(28) Blaðsíða [26]
(29) Blaðsíða [27]
(30) Blaðsíða [28]
(31) Blaðsíða [29]
(32) Blaðsíða [30]
(33) Blaðsíða [31]
(34) Blaðsíða [32]
(35) Blaðsíða [33]
(36) Blaðsíða [34]
(37) Kápa
(38) Kápa
(39) Kvarði
(40) Litaspjald


Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna

Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
38


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna
http://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða [3]
http://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.