loading/hleð
(7) Page [5] (7) Page [5]
júní 1897, en 4. hekkjarpróf tók hún í júnx mánuði 1894. 1898 Fyrstu lærðu hjúkrunarkonurnar á íslandi, sem um er vitað, útskrif- ast frá Diakonissestiftelsen í Kaupmannahöfn: GuðnÝ Guðmundsdóttir og Kristín Hallgrímsdóttir. Ársskýrsla Diakonissestiftelsen 1898, bls. 16: "De to förste islandske elever, som vare uddannede paa Diakonissestiftelsen, Kristin Hallgrimsdatter og Gudny Guðmundsdatter, rejste hjem i Efteraaret og begyndte Pleje paa det nye Spedalskhedshospital i Reykjavík straks ved dets Aabning i Okt. 1898; ..." 1900 Ný hjúskaparlög. Gift kona fær að ráða yfir eigin tekjum og sér- eignum sínum. Að öðru leyti hefur bóndi einn umráð yfir félags- búinu. (Lög nr. 3 12. jan. 1900 um fjármál hjóna). 1902 Kjörgengi til sveitarstjórna og sóknarnefnda fá nú loks þær konur, sem fengu kosningarrétt samkv. lögum 12. maí 1882. (Lög 6. nóv. 1902). 1904 Konum leyfð innganga í Menntaskólann í Reykjavík með reglugerð um skólann^9. sept. 1904, 3. grein: "Þegar því verður við komið, skal skólinn vera samskóli, jafnt fyrir stúlkur sem pilta." Laufey Valdimarsdóttir (dóttir Bríetar Bjarnhéðinsdóttur) sezt í skólann strax sama haust og lýkur stúdentsprófi 1910. (Skólaskýrsl- ur Hins almenna menntaskóla í Reykjavík). 1905 Stofnaður lýðháskóli að Hvxtárbakka í Borgarfirði. Skólinn er sam- skóli, jafnt fyrir stúlkur sem pilta. Samkennsla í öllum náms- greinum nema leikfimi. Allt að einn þriðji hluti nemenda var að jafnaði stúlkur. (Hvítárbakkaskólinn - saga hans og starf eftir Sigurð Þórólfsson 1920). 1906 Björg Þ. Blöndal skrifar í des. 1906 grein um Barnsmæður , er birtist í Skírni 1907. Rekur hún sögu réttarstöðu ógiftra mæðra og barna þeirra á íslandi og á Norðurlöndum. 1907 27. janúar 1907 stofnar Bríet Bjarnhéðinsdóttir Kvenréttindafélag íslands. Sama ár flytur Guðrún Pétursdóttir tillögu um réttindi óskilgetinna barna og mæðra þeirra á fundi í júnímánuði. (40 ára afmælisrit KRFÍ). Konur í Reykjavík og Hafnarfirði fá kosningarrétt og kjörgengi til bæjarstjórnarkosninga með sömu skilyrðum og karlmenn með lögum frá 22. nóv. 1907. (Rvk nr. 86 og Hf. nr. 75). 1908 Mesti pólitíski sigur íslenzkra kvenna: Kvennalisti til bæjarstjórnarkjörs í Reykjavík 24. janúar 1908 var kosinn með öllum 4 konunum sem á honum voru. 50% af konum á kjörskrá í Reykjavík tóku þátt í kosningunum og 58% af þeim kaus kvennalistann. (40 ára afmælisrit Kvenréttindafélags íslands - 1947 og ísafold 25. jan. 1908). Ungmennafél. íslands sendi frá II. sambandsþingi sínu áskorun til Alþingis um m.a. að lækka kosningarréttaraldur og að veita konum jafnrétti við karlmenn. (Ungmennafélög íslands 1907-1937. Útg. 1938). Halldóra Bjarnadóttir verður fyrsti skólastjóri við næststærsta barnaskóla landsins - á Akureyri - eftir að skólaskylda kemst á með lögum 22. nóv. 1907. (Kennaratal á fslandi). 1909 Lög nr. 35 30. júlí 1909 um stofnun háskóla, 17. grein: "Hver sa, kona sem karl, er lokið hefur stúdentsprófi við hinn almenna menntaskóla eða annan lærðan skóla honum jafngildan, á rétt á að vera skrásettur háskólaborgari ..." 1911 Lög nr. 37 11. júlí 1911 um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta hljóða svo: "1. grein. Konur eiga sama rétt eins og karlar til að njóta kennslu og ljúka fullnaðar- profi í öllum menntastofnunum landsins. - 2. grein. Konur eiga sama rétt eins og karlar til hlutdeild- ar í styrktarfé því, sem veitt er af opinberum sjóðum


Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna

Year
1976
Language
Icelandic
Keyword
Pages
38


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna
http://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3

Link to this page: (7) Page [5]
http://baekur.is/bok/beea5a70-f328-4b60-80be-af7ecf755aa3/0/7

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.