loading/hleð
(10) Blaðsíða 8 (10) Blaðsíða 8
8 hinsvegar að greiða alla skatta og opinberar skyldur, er nú hvíla á henni, eða síðar kunna að verða á hana lagðar, frá þeim tíma. 4. gr. Fyrgreind húseign með tilheyrandi leigulóðar- réttindum er seld með eftirfarandi skilyrðum, og lofar og skuldbindur kaupandi sig til þess, svo og þeir, er síðar kunna að eignast eignina, með hverjum hœtti sem er — þar á meðal erfðum, á nauðungaruppboði eða á sérhvem ann- an hátt — að halda þessi skilyrði í einu og öllu: a. Enginn má eiga eignina nema hann búi sjálfur í henni. b. Landsbankinn hefir forkaupsrétt að eigninni í hvert skifti, sem hún verður seld, að jöfnum kosti við aðra, en þó má seljandi aldrei selja eignina hœrra verði en Landsbankinn hefir selt hana samkvæmt samningi þessum. c. Eigandi eignarinnar skal skyldur til að leggja á ári hverju *4% af kaupverði eignarinnar í sjóð, er varið sé til sameiginlegs utanhússviðhalds á húsum þeim, er bankinn hefir byggt við Framnesveg, svo sem málningu á húsunum að utan, viðhald á tröppum og handriðum, og viðhald og málningu á girðingum í kringum þau. Ef þurfa þykir, af hálfu bankans, er eigandinn skyldur til að hlita ákvæðum þeim, er Landsbankinn kann að setja um sameiginleg afnot þessa sjóðs. Viðhaldssjóður hús- anna skal geymdur í Landsbankanum, og eigandi eign- arinnar árlega greiða viðhaldskostnaðinn 1. október ár hvert, í fyi-sta skifti 1. október 1923. d. Húsið má aðeins notast til íbúðar, en ekki til annarar arar notkunar án samþykkis bankastjómarinnar. e. Eigandinn skal skyldur til, ef bankinn krefst þess, að ganga í byggingarfélag, sem kynni að verða stofnað við-


Landsbankinn og bolchevisminn

Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbankinn og bolchevisminn
http://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.