loading/hleð
(4) Blaðsíða 2 (4) Blaðsíða 2
2 Landsbankans og ýmislegt atferli hans; sé eg ekki að undan þessu verði komist, heldur að hin brýnasta nauðsyn sé til þess, að það verði gert, þar sem ríkis- stofnun á hlut að máli, og þar sem enginn hefir til þessa dags sýnt lit á að gera þetta. þykist eg ekki mega draga mig í hlé frá því, þó eg telji mig ekki svo vaxinn þeim vanda, sem vera þyrfti. Af ýmsum ástæðum getur þetta ekki orðið mjög langt mál, er og þess í raun réttri ekki allmikil þörf, en eg mun benda á svo alvarleg atriði, er bank- ann snerta, að þau ætti að geta orðið til þess, þó fá sé, að opna augu hvers þess manns, er ekki lætur sig gersamlega einu gilda hvemig stjómað er stofnun- um ríkisins, fyrir því, að hér sé alvarlegt mál á ferðum. Eg sé það nú, að eg hefi allt að því ofmælt í upi>- hafi máls míns, er eg segi, að blöð Framsóknar og Al- þýðuflokbsins hafi a 1 d r e i minst á neitt athugavert við stjórn Landsbankans. Eg man það nú, að „Tím- inn“ gat þess í fyrra, er hann hermdi frá gjaldþroti Bookless í Hafnarfirði, að gjaldþrotið mundi allmjög snerta Landsbankann og hann bíða tjón við. En frá þessu var ekki sagt bankanum til ásökunar, heldur að mér virtist, sem sjálfsögðum hlut. En mér virð- ist það ekki sjálfsagður hlutur. — Fyrir því vek eg hér máls á þessu, að eg tel nauðsynlegt að opinberað verði, og sem fyrst, hve miklu tj óni bankinn hefir orð- ið fyrir af viðskiftum við Bookless. — pá er ekki síð- ur nauðsyn á að fá það upplýst vegna hvers bankinn lét leggja sér út húseign og bryggju Bookless í Hafn- arfirði í stað þess að láta slá eign þessa allgóðum


Landsbankinn og bolchevisminn

Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbankinn og bolchevisminn
http://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða 2
http://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.