loading/hleð
(10) Blaðsíða 10 (10) Blaðsíða 10
Eftirsókn eftir vindi Hvað segir leiðarinn? tæplega fyrr komiÖ í höfn en oss leið úr minni sú bar- álta, sem það liafði kostað; og þau sannindi hafa eklci fengið nægan hljómgrunn, að sjálfstæði vort stenzt ekki nema fyrir daglega umhyggju og árlanga varðstöðu fólksins sjálfs. En fyrst og fremst höfum vér eignazt önn- ur áhugamál en frelsi landsins og fullveldi andans. Líf vort nú á dögum er í of ríkum mæli eftirsókn eftir vindi, samkeppni um glys og hégóma. Hér er í algleymingi hvers konar tildur og sýndarmennska; margir virðast halda, að kjarni mannsins sé sjóðurinn i vasa lians. Það sjálf- stæði, sem þúsundir keppa að og berjast fyrir, heitir bill; frelsi alltof margra táknast í glæsilegri og stærri íbúð; smekk þeirra, sem stunda skemmtistaði, dugar ekkert minna en kinverskir kokkar í eldhúsin og dægurlagadisir frá Suðurameríku á hljómsveitarpallana. Þannig er brjóst vort útþanið — af tómleik. Menning vor hefði vafa- lausl orðið fyrir amerískum léttúðaráhrifum og Iiugsun vor mengazt vesturheimskri gæðahyggju, þótt hér Iiefði aldrei dvalizl handarískt herlið; en tilvist þess í land- inu hefur flýtt þessari þróun og magnað hana á allar lundir. Og af samskiptum vorum við lierinn höfum vér heinlínis komizt upp á það viðskiptasiðgæði, sem ber sjálfu sér vitni hvarvetna: hermangið, hermangsandann, braskið, sviksemina, prettvísina. Pólitískt siðgæði vort er liku marki brennt. Sá sem þetla ritar ræddi fyrir skemmstu á opinberum vettvangi um þá andlegu óráðvendni, sem fælist í ]iví að skipta um skoðun eins hæglega og skipt væri um föt. En það er til annað afbrigði þessarar óráðvendni, og þó raunar ná- skytt: að skipta aldrei um skoðun. Hún er sú að fylgja sínum flokki gegnum þykkt og þunnt, hvernig sem hann afhjúpar sig: spyrja atdrei um sannleik né staðreyndir, lieldur aðeins um leiðarann í flokkshlaðinu — skipta um skoðun eins og leiðarinn, skijjta aldrei um þá skoðun að túlkun leiðarans sé hinn opinheraði sannleikur. Þetta er sú óráðvendni, sem felst í því að láta aðra hugsa fyrir sig — og hún leiðir til þess, að allt raunverulegt lýðræði líður undir lok, en eftir stendur sljór lýður sem aðeins reiknast alkvæði á kjördegi. t sama mund glata hugtök eins og frelsi og sjálfstæði og fullveldi öllum sönnum mætti — verða einungis slagorð i kosningaræðum, au- virðileg skiptimynt á klækjamarkaði stjórnmálamann- anna. Þannig látum vér oss tvnda, lil dæmis, að utan- 10


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.