loading/hleð
(17) Blaðsíða 17 (17) Blaðsíða 17
ríkisstjórnum sínum né neinum öðrum. „Sérhvert að- ildarríki fellst á að virða þetta ákvæði og reyna eklci að hafa áhrif á nefndarmenn í störfum þeirra,“ segir þar sömuleiðis. Þeir eiga að skoða sig sem starfsmenn Banda- lagsins í heild — eða öllu lieldur: Bandalagsins sem ó- háðrar og sjálfstæðrar heildar, abstrakts veruleika. Sem sé: við undirritun Rómarsamningsins féllist íslenzkur ut- anríkisráðherra á það að reyna alls ekki að hafa áhrif á viðskiptamálaráðherra íslands, þegar hann væri tek- inn við störfum í framkvæmdanefnd Bandalagsins — í því skyni, að hann sæi hagsmunum Islands sem hezt horg- ið. Og viðskiptamálaráðherrann féllist á það fyrir sitt leyti að leita ekki ráða hjá Alþingi Islendinga eða ríkis- stjórn vorri, þegar hann færi að greiða atkvæði um ís- lenzk örlagamál í framkvæmdanefndinni. Hins vegar tök- um vér þátt i vestrænni samvinnu og fáum 188 milljónir króna á ári. Framkvæmdanefndin hefur vald til þess að gefa lil upp á eigið eindæmi fyrirmæli og tilskipanir, sem eru „bindandi i öllu tillili“ fyrir málsaðila ■— svo og reglu- gerðir, sem sömuleiðis eru „bindandi í öllu tilliti“ og gilda í hverju aðildarríki án sérstakrar aðhæfingar fyr- ir hvert þeirra um sig. Rómarsamningurinn yrði æðstu lög á Islandi, og dóm- stóll þessi yrði nýr Hæstiréttur. Og þessi ákvæði, sem nú voru talin, fela það sérstaklega í sér, að íslenzkt lög- gjafarvald flyttist að verulegu leyti úr höndum Alþingis í hendur þessarar framkvæmdanefndar, þar sem Island kynni að hafa einn fulltrúa, er samkvæmt erindishréfi sínu mætti ekki hafa hliðsjón af hagsmunum landsins við störf sin. Enda kæmi það raunar fyrir lilið, þvi að í fram- kvæmdanefndinni nægir einfaldur meirihluti atkvæða til ])ess að mál nái fram að ganga. Prófessorinn í stjórnlaga- fræði við lláskóla Islands hefur líka nýlega lýst því yfir i fræðilegum fyrirlestri, að vér getum ekki gerzt aðilar að Bandalaginu nema breyta fyrst stjórnarskrá vorri — einkum þeirri grein, sem kveður svo á, að stjórnvöld vor megi ekki gera utanríkissamninga, sem skerði fullveldi vorl og sjálfstæði. Morgunhlaðið svaraði prófessornum um liæl og sagði: „Afstaða manna til aðildar íslands að EBE mun sjálfsagt lieldur ekki markast af þessu atriði, enda ekkert óeðlilegl við það, þótt nýir og hreytt- ir tímar krefjist nýrra eða hreyttra stjórnarskrárákvæða.“ Vér föllumst á að hugsa ekki um fsland Tilbreyting í stjórnar- skránni 17


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 17
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.