loading/hleð
(19) Blaðsíða 19 (19) Blaðsíða 19
evrópu, kjörveldi hægristefnunnar; og það býst lil þess að geta sett flestum öðrum þá kosli, sem það sjálft kýs. Rómarsamningurinn er das kapitalistische Manifest — stefnuskrá stóráuðvaldsins á tuttugustu öld. Samkeppn- in á að verða grundvöllur ríkisins, auðurinn hreyfiafl þess, með frjálst svigrúm um allar jarðir; arðsvon hinna auðugu ákveður fjárfestinguna, en nauðsyn hinna fátæku silur á hakanum eftir ]jví sem verkast vill. Bandaríki Vesturevrópu eiga ekki að verða samfélag, sem mótast aí' mannúð, samhjálp, samvinnu; forusta þess hefur auð- inn að tæki og valdið að markmiði — föðurland hennar heitir hlutahréf, þjóðsöngur liennar er væl verksmiðju- flautunnar. Öfl hins óhefta kapítalisma liafa lengi verið á undanhaldi vílt um lönd; vér vissum jafnvel ekki het- ur en hann væri gjaldþrota fyrirkomulag. En hann er að- eins gjaldþrota í augum þeirra, sem setja manninn ofar peningnum. Bandariki Vesturevrópu eru hugsuð sem nýjar vígstöðvar auðhyggjunnar — vígi gegn þeirri þró- un, sem stefnt hefur að auknu jafnrétti þegnanna, meira rétllæti með borgurunum, hærri miskunn með mönnum. Vér eigum ekki heima á þeim vígstöðvum —■ þótt ckki kæmi annað til. Eitt af því, sem vér íslendingar eigum að verja, er sú félagslega menning, sem vér liöfum smám saman eflt í landi voru — í trássi við framherja auð- magnsins: samhjálp þegnanna, liðsinnið við hina sjúku og öldruðu og vánmáttugu, hróðurhöndin i samfélaginu. Kotfylkið Island mundi ekki efla félagsmenningu Italíu í Bandaríkjum Vesturevrópu; það er félagsmenning vor, sem hiði linekki. Það er einföld athöfn að skrifa nafn sitt á blað. En sá, sem undirritaði Rómarsamninginn fyrir Islands hönd — hann væri að opna hús vort fyrir skara ókunnra gesta, sem legðu undir sig herbergi þess hvert af öðru — þvi að þeir mundu þiggja hoðið. Ilann hyði þeirn að ganga í auðlindir vorar og nytja þær, unz eyddar væru. Hann opnaði milljónaþjóðunum allar gáttir þessa fámenna en ríka lands, þar sem vér yrðum orðnir hornreka eftir nokkra áratugi — tunga vor týnd af lifandi vörum eftir hundrað ár og spennan í sál vorri fallin löngu fyrr. Hann segði: vér tökum þátt í vestrænni samvinnu — og ])ess vegna gerum vér land vort að fylki í Bandarikjum Vesturevrópu, hendur vorar að verkfærum útlendra hurgeisa, AI])ingi vort að fylkisstjórn sem réði fram úr Kapítal- istaávarpið Bróðurhönd- in í sam- félaginu Gangið í auðlindirnar! 19


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 19
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.