loading/hleð
(22) Blaðsíða 22 (22) Blaðsíða 22
skreppur saman; fjarlæg ríki verða grannar á þessum tima, sem dregur liljóðið uppi á hverju skeiðinu af öðru. Uggvænlcg martröð, undursamlegur draumur. Heimurinn tekur sem sagt stakkaskiptum fyrir augum vorum, og sambúðarhættir manna geta elcki orðið hinir sömu eflir tíu ár og fyrir tiu árum. Þó er ónefnd sú stað- reynd, scm kann að skipta einna mestu máli i þessu efni: hin öra fjölgun mannkynsins. Það hefur verið reiknað út — og er auðgert — að ef mannkyninu fjölgar næstu Níu milljarð- áratugi með sama luaða og síðastl. 15 ár, þá verði mann- ar manna fjöldinn skömmu eftir aídamótin orðinn þrefaldur á við ])að sem nú er — eða niu þúsund milljónir. Það liggur í augum uppi, að ýmsum málefnum þvílíks manngrúa yrði ekki skijjað með sama liætli og nú tiðkast. í stutlu máli: alþjóðleg samvinna af margvíslegu tagi hlýtur að eflast stórlega, æ flciri alþjóðlegar stjórnarnefndir með ákvörð- unarvaldi munu risa á legg; fjölmargir vitrir menn, svo sem til dæmis Bertrand Russell, hoða heimsstjórn í ýms- um greinum — World Government. Sameinuðu þjóðirn- ar eru, í sjálfum sér, mjór visir að pólitískri yfirstjórn; og Landbúnaðar- og matvælastofnun þeirra gæti þegar tímar liðu — svo að dæmi sé nefnl til skýringar — telcizt á hendur alþjóðlega samræmingu matvælaframleiðsl- unnar og skipulagt dreifingu hennar. Heimur níu millj- arða manna þarfnaðist viðtæks skipulags í ótalmörgum greinum. ★ ★ ★ Þessi sannindi eru ljós öllum mönnum, sem ihuga fraxn- líð manns og lieims af sanm-i alvöru. En ýmsir spyrja í beinu framhaldi: er ekki tími þjóðríkjanna liðinn? Er ekki farsælast, að menn afsali sér þjóðerni sínu, afnemi riki sin, striki yfir landamærin og gerist heimsborgarar Heimsborg- í fyllstu merkingu orðsins (nema Efnahagsbandalagið arar? leggur til, að vér gerumst Evrópuborgarar) ? Og hverjir eru þá Islendingar, að ætla sér að vera sérstök þjóð í sjálf- stæðu ríki — svo sem fjögur hundruð þúsund sálir í niu milljarða manna heimi? Þeirri spurningu livort tími þjóðríkjanna sé ekki lið- inn — af ])vi að nxálefni mannkynsins sem heildar krefj- ist nokkurrar sameiginlcgrar stjórnar — verður svarað neitandi á þessum blöðum. Tími þjóðríkjanna er einmitt ekki liðinn, svo framarlega sem mannkynið ætlar sér 22


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (22) Blaðsíða 22
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/22

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.