loading/hleð
(26) Blaðsíða 26 (26) Blaðsíða 26
Vér segjum enn og aftur Vér erum sjálfstæði vort un án þess að uppgötva rússneskt samsæri allt um kring. Hlýtur mikil vanliðan að fylgja þvílíku hugmyndaflugi og það þvi fremur sem sannsýnum mönnum veitist stundum torvelt að skilja rússneska friðarpólitík. Vér segjum samt sem áður, og enn og aftur, að afnám her- stöðva og hlutleysi i hernaðarátökum tryggi hag Islands bezl í tvísýnum heimi; vér segjum, að afvopnun sé leið- in til varanlegs friðar; vér segjum, að friðurinn sé lífs- skiiyrði alls mannkyns. Vér minnumst þess um leið að í ilokki þeirra stúdenta, sem nú vilja sniðganga alvarlegar umræðui um vandamál íslenzks sjálfstæðis, eru menn sem opinberlega hafa krafizt þess að liér á landi verði staðsetl fullkomnustu morðtól sem völ er á. Og að haki þessum stúdentum standa þau blöð og þeir flokkar, sem á undanförnum árum hafa tckizt á hendur að lála sí- lelldlega undan erlendri ásælni — og samtimis horft á ])að rósömum augum, hvernig íslenzkan sjálfstæðislnig hefur kalið til stórskemmda í brjósti fjölmargra Islend- inga. Þella fólk getur þannig ekki djarft úr flokki talað um bætturnar í islenzku þjóðlífi. Passaðu þig nú á kvef- inu, elskan mín, sagði magakrabbinn og lagði af stað í lungun. Samtök hernámsandstæðinga gefa þennan bækling út í tilefni 1. desembers. Hann er gefinn út til þess, að túlk- endur þeirra skoðana á íslenzkum örlagamálum, sem vér teljum í senn háskalegar og ábyrgðarlausar, taki ekki einir til máls á þessum degi. Og bann er gefinn út lil þess, að umræður um fullveldi vort snúisl ekki upp í hróp ein og strákskap — til |)ess, að rök þess týnist ekki i flækj- l|m og vífillengjum. Sjálfstæði fslands er sannarlega ekki efni í bitbein eða þrætuepli í pólitískum átökum; full- veldi vort getur að réttu lagi ekki verið ágreiningsmál. Sjálfstæði íslands — það erum vér sjálfir. Að baki því hugtaki stendur veruleiki vor sem þjóðar; það er draum- ur fslendinga i fortíðinni, það er von þeirra um fram- tímann. Vér viljum lialda þann draum í heiðri og bera ])á von á böndum. 26


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (26) Blaðsíða 26
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/26

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.