loading/hleð
(12) Blaðsíða 4 (12) Blaðsíða 4
4 leika, er á vérkinu urðu. Skal þess oí>' getið, að við samningsgerðina var lofað fyrir hönd Blöndals að gera sitt itrasta til þess að upphót fengist, ef verkið færi fram úr því, er þá var nnt að áætla. Til skýringar á umsóknum þeim, er nú liggja fyrir Alþingi um uppbót á samningum þessum, skal jeg nefna lijer aðalatriði það, er tjóni ritstjóra og prent- ara olli. Þetta var í fyrsta sinn, sem sæmilega fullkomin orðabók vfir nútíðar-íslensku hafði verið gerð, og var okkur Blöndal hið mesta áhugamál, að hún yrði sem best úr garði gerð. Lásu þvi margir íslenskumenn aðra próförk stundum níu manns og bættu við bæði orðum og tilvitnunum. Auk þess voru og ýms rit orðtekin, meðan á prentun stóð, og liættist þá enn bókinni orðaforði. Og, að svo miklu leyti sem frek- ast var unt, var öllu þessu bætt í 2. próförk, en til- vitnanir, sem eigi voru alveg óbjákvæmilegar, ]>á tekn- ar út, svo að eigi lengdist bókin. En af þessu leiddi hæði, að starf ritstjórans jókst gífurlega, og að heita mátti að starf setjaranna tvöfaldaðist, og raunar meir, er þvínær varð að umsetja 2. próförk og það á flest- öllum þeim 138 örkum, sem orðabókin er Þar á ofan bættist, að laun setjara hækkuðu um 35% fjórum mánuðum eftir að samningsgerð um prent- un bókarinnar var undirskrifuð. — Og enn má telja það atriði, að letrið til bókarinnar kostaði um 10,000 kr. Urðu jafnan 8 arkir að vera i smíðum í senn, vegna sendingar á próförkum til Hafnar, og þurfti því óvenjumikla leturmergð. En letrið á liinn bóginn svo smátt, að það verður vart notað til annara bóka. Eins og gefur að skilja, krafðist prentsmiðjan Gutenberg uppbótar á samningunum þegar 1920, er hin ófyrirsjáanlega launahækkun kom fram — og þegar fyrirsjáanlegt var að auk, að prófarkirnar yrðu langtum erfiðari en ráð var fyrir gert. En sökum þess, að þá var búið að semja um fjár-


Ísland skapar fordæmi

Ár
1928
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ísland skapar fordæmi
http://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.