loading/hleð
(18) Blaðsíða 10 (18) Blaðsíða 10
10 Jei» vona nú að þessi greinargerð nægi til þess að sýna fram á það, að eigi er kvnlegt þó mjer sje það allmikið áhugamál, að þeir sem mest tjón hafá beðið á starfi sínu við orðabókina fái uppbætur þær, er sanngirni og rjettsýni krefjast þeim til handa. Jeg gæti enn talið ýmislegt til, sem jeg hefði haft við orðabókina saman að sælda, svo sem pappírskaupin, skyndiferð til íslands í júni 1922, þá er alt verkið ætlaði að stranda á fyrirsjáanlegu tapi prentsmiðj- unnar o. fl. o. fl. En tilgangur minn er aðeins að gefa þær upplýsingar, er nægi til þess að koma mönn- um i rjettan skilning um afstöðu mina gagnvart orðabókinni og um rjettmæti þess, að jeg nú í eigin nafni endurtek umsóknir þær til Alþingis, er í fvrra komu fram i nafni Sigfúsar Blöndal og fengu eigi áheyrn. Með orðabókarsjóðnum er það trygt, að hvorki is- Jenska nje danska ríkið þurfi nokkru sinni framar að leggja fje til slíkrar Jjókar. — En skilyrðið fyrir stofn- un sjóðsins var frá minni hálfu og það, að þessi fyrsta útgáfa bókarinnar væri að fullu og öllu kostuð af þeim aðilum, er í upphafi tóku að sjer að sjá um út- gáfuna, en það var Alþingi og ríkisþing Dana. Með því að staðfesta stofnskrá sjóðsins hafa og liæði ís- Jenska og danska stjórnin í raun rjettri viðurkent þái siðferðisskyldu sína að greiða útgáf ukostnaðinn að fullu. Og enda þótt Danir skerist nú að nokkru úi leik, vona jeg og treysti því fastlega, að tslendingar líti með sanngirni og rjettsýni á þetta mál, — einkum og sjer í lagi þar sem bæði Gutenberg og Jón Ófeigsson liafa gengið að þvi að einungis væri sótt um nokkurn hluta þeirra upphóta, er þeir loforðum samkvæmt áltu fulla heimting á. Og þar á ofan liefur greiðslu þessa liluta, sem um er sótt, verið jafnað niður á fjögur ár, til liægðarauJca fvrir liið íslenska riki.


Ísland skapar fordæmi

Ár
1928
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ísland skapar fordæmi
http://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.