loading/hleð
(10) Blaðsíða 10 (10) Blaðsíða 10
10 II. Um stjórn fjelagsins. 12. gr. Fjela gsstjórar skulu vera 5, og vera kosnir í einu við byrjun hvers árs með skriflegum atkvæðum af orðuliinum fje- lagsins; skal einn fieirra ætíð vera fjehirðir fjelagsins, og ann- ar bóka alt f>að, er fram fer á fundum, og snertir fjelagsmál- efni, en sjálfir eiga f>eir rjett á að skipta störfum sín á milli, og skal það ætíð birta fjelaginu, bvernig f>eir skipta störfum sínum, en skyklir eru þeir til að hafa þau árlángt á hendi. 13. gr. 5eir, sem kosnir eru til fjelagsstjóra, eiga innan 8 daga að taka á móti einbætti sínu, en vilji þeir skorast undan kosn- íngum, skulu þeir innan sama tima færa fram afsakanir sinar; sem gildar afsakanir ber að álíta sextugsaldur; svo eru og þeir, sem hafa veriö stjórnendur fjelagsins, í 3 næstu ár á eptir und- anþegnir, ef þeir svo vilja. Um gildi annara afsakana, svo sem heilsulasleika, anna, ferðalags og þvíumliks, fellir fjelagsstjórn úrskurð, og er hver skyldur til að láta sjer úrskurð liennar lynda. Oski ein- hver fjelagsstjóra aö fara frá, áður en áriö er runnið út, ber hinuin fjelagsstjórunum að skjera úr því, hvort liann geti feing- ið lausn, eða ekki. 14. gr. Fari einhver fjelagsstjóra frá, áður en árið er runnið út, ber á næsta fjelagsfundi, að velja annan í stað hans, og gegn- ir þessi fjelagsstjórn um þann tíma, sem eptir er ársins. Geti einn eður fleiri fjelagsstjóra, svo laungum tíma nemi, ekki tek- ið þátt í fjelagsstjórn einhverra orsaka vegna, skulu hinir fje- lagsstjórar fá einhverja orðulimi til að gegna störfum þeirra á meðan, en hafi að eins einn fjelagsstjóri einhver forföll um stuttan tíma, ber hinum á meðan að skipta störfum hans á milli sin. 15. gr. Fjelagsstjórnin gætir þarfa fjelagsins í öllum málefnum, og birtir í fjelags nafni ályktanir þess. Fjelagsstjórum ber einnig að stjórna öllum fjelagsfundum og annast um, að álykt-


Lög Bræðrafjelagsins í Reykjavík =

Ár
1852
Tungumál
Ýmis tungumál
Efnisorð
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Lög Bræðrafjelagsins í Reykjavík =
http://baekur.is/bok/f73fa249-6c05-4b80-a809-bdbde91add2c

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/f73fa249-6c05-4b80-a809-bdbde91add2c/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.