loading/hleð
(12) Page 12 (12) Page 12
12 unum fjelagsins sje fullnægt, vaka yfir, a& lifað sje eptir lög- um íjelagsins, stínga upp á og skipa niður tyllidögum, samt gæta þess, að veitíngar og aðbúnaður allur í gildaskálanum, samsvari óskum og þörfum ijelagsins. Alt það, er miðar til að efla tilgáng fjelagsins, og viðhalda góðri reglusemi, liafa fjelagsstjórar í sameiníngu að ráðgast um og framkvæma. 16. gr. Fjelagsstjórar rita nöfn sín undir samnínga og áríðandi skjöl, sem skuldbinda fjelagið; þó skulu þau ætíð fyrirfram vera samþykt af fjelaginu sjálfu, en ella ábyrgist þeir í sam- einingu tjón það, er fjelagið þar af bíður. 17. gr. Fjelagsstjórar eiga rjett á af sjálfsdáðum að álykta út- gjöld þau, er útheimtast til að viðhalda nauðsynlegri reglu, og til að útvega áhöld og annað, er ei má án vera, og sjálfsagt er að greiðist úr fjelagssjóði, en til annara útgjalda þurfa þeir að leita samþykkis fjelagsins. 18. gr. Einkum ber fjelagsstjóruin hvervetna að vaka yfir góðri fjelagsskipun, og eptir kröptum sporna við öllu því, er liana trufla kynni; þeir eiga því að vanda um fyrir sjerhver afbrigði í því tilliti, og að ákveða hlutaðeigendum bætur, alt að 5rbd., en álíti þeir, að beita þurfi harðari liegníngu eða útilokun úr fjelaginu, skal málefni slíkt uppborið á næsta mánaðarfundi. Beri svo til, að einhver þykist hafa orðið fyrir óskunda í fje- laginu, á hann, ef hann vill kæra slikt, að gjöra það skriílega, og innan 14 daga, eigi umkvörtun hans að geta til greina komið. 19. gr. Fjelagsstjórar hafa að minsta kosti einusinni í liverjuin mánaði fund sín á milli til að ráðgast um og úrskurða sjer- hvað það, er snertir fjelagsstjórn þeirra, og bóka þeir álykt- anir sinar, og rita allir, sein viðstaddir eru, nöfn sín undir, eu því að eins hafa ályktanir þeirra gildi, að ekki sjeu viðstaddir færri fjelagsstjórar en 3.


Lög Bræðrafjelagsins í Reykjavík =

Year
1852
Language
Multiple languages
Keyword
Pages
24


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Lög Bræðrafjelagsins í Reykjavík =
http://baekur.is/bok/f73fa249-6c05-4b80-a809-bdbde91add2c

Link to this page: (12) Page 12
http://baekur.is/bok/f73fa249-6c05-4b80-a809-bdbde91add2c/0/12

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.