loading/hleð
(11) Blaðsíða VII (11) Blaðsíða VII
VII honum jafnaðarlega ljóð af mnnni, sem voru ávallt nett og lipur. Yfrið fljótur var hann að átta sig í hverju sem var, er snerti vísindaleg efni; eins var hann manna lagnastur á, að vekja á þeim skilning annara. Klerkur var hann góður, og er orð á því gjört, hvað ljósar og hjartnæmar hafl verið ræður hans, enda var honum með sköpuð töluverð mælska. Hann var guðræddur ráðvendnismaður og vilði, eins og menn segja, ekki vamm sitt vita, því hann var ekki af þessum heimi eða mikill veraldarmaður; hugurinn var á æðri stöðvum, svo sálin sýndist opt að bera bústað sinn ofurliða; skopuðust þá liinir fávísu að látbragði líkamans, á meðan liinir skynsamari dáðust að atgjörfi andans. Ræða sú er hjer birtist, er hin síðasta, er sjera Búi samdi, í banalegunni, litlu fyrir dauða sinn; því þegar af bráði, var andinn jafnan hraustur, þó tjaldbúð hans væri að liruni komin. Ilann vonaði enn einusinni að geta fullnægt skyldu þeirri, er lionum þótti jafnan yndislegust, — að tala við söfnuð sinn í húsi drottins. En það auðnaðist ekki. Dauðinn hreif hann burt, fimm dögum áður en orð þessi áttu að framflytjast, þessi orðin, sem vjer


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða VII
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.