loading/hleð
(18) Blaðsíða 6 (18) Blaðsíða 6
6 leggja þau, með því skilnings ljósi, sem guð hefur gefið mjer náð til að öðlazt á sínum heimnesku sannindum. Látum oss því, með fulltingi heilags anda, íhuga þessi orðin: Vorir tímar standa i gnðs hendi, og læra að skynja, hvað þau kennna oss. Yorir tímar standa í guðs hendi. Eru þessi orð sönn og trúanleg? það er rjett eins að setja fram þessa spurningu, eins og að spyrja, hvort það sje satt, að dagurinn komi á eptir nóttina, sum- arið eptir veturinn; hvort eldurinn væri heitur eða ljósið bjart. þyki engum þetta þurfa spurningar við, þá er eins um hitt. Skynsemin kennir oss, að eins og skaparinn hafði vald til að gefa oss lífið í fyrstu, eins hljóti hann að hafa vald til að svipta því af oss, hvenær sem hann vill, og að hinn alvitri stjórnari stýri lífstundum mannanna, eins og öðru, sem við ber í heiminum. En fremur getum vjer með skynsemi vorri gjört þessa ályktun: því meiri velgjörninga sem guð veitir oss, því betur vill hann oss og þvi meiri afskipti hefur hann þá af því, sem fram við oss kemur í lífinu. Nú er inannsins dauða- stund, eins og hans fæðingarstund, hin merkilegasta og afdrifamesta af öllum hans lífs stundum, og fyrst guðs hönd er jafnvel í verki með, í hinum smærstu atvikum, er fram við oss koma, hvað miklu fremur mun hann þá hlutast tii um vora dauða-


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.