loading/hleð
(22) Page 10 (22) Page 10
10 þvi einmitt hin hentugasta til að vera Kristsöld. Mannkynssagan vottar það ljóslega, að engar aldir, hvorki á undan nje eptir, voru eins kjörnar til þess að taka á móti Jesú opinberun, eins og þessi. Sama getum vjer sagt um öldina, þegar hinn sæli guðs maður Lúther kom fram, eins og kappi, sendur af guði til að viðreisa krists ríki meðal vor. þessi dæmi eru svo skírttalandi vottur um guðlega ást og guðlega speki, um guðleg afskipti af högum mannanna, að jeg ætla ekki að telja fleiri; hver- vetna lýsir það sjer, að vorir tímar standa i guðs hendi. Færstir gefa reyndar gætur að mannanna fæðingarstund, en flestir þar á mót veita eptirtekt þeirra dauðastund. þetta er líka eðlilegt. Allra manna fæðing ber að með líkum hætti, allir eru í fæðingunni hver öðrum líkir. þá veit enginn, hvað hverjum einum er ætlað að verða, eða hvað lengi honum audnist að lifa. Dauðann þar á mót ber að með svo ólíkum hætti, og opt svo óskiljanlega íyrir vorum augum, að hann getur ekki annað en vakið eptirtekt hinna eptir lifandi, og þar kemur einnig i Ijós guðs náðaríka handleiðsla: Margir andast á þeim tíma, er allir sjá, að þeim er betra að deyja en lifa. Dæmin eru deginum ljósari, og tleiri, en tölu verði á komið. í þessara tölu eru þeir, sem í ellinni deyja; í henni eru þeir, sem deyja af ólæknandi sjúkdómum; í henni eru börnin, sem fæðast sjúk eða vanfær; í henni eru allir þeir, sem bera þungan kross, er ekki lítur út fyrir að


Vorir tímar standa í guðs hendi

Year
1856
Language
Icelandic
Keyword
Pages
40


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Link to this page: (22) Page 10
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/22

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.