loading/hleð
(23) Blaðsíða 11 (23) Blaðsíða 11
11 ljettist af þeim fyrri en í dauðanum. ]>ctta staðfestir vor sameiginlega játning, þegar vjer erum vanir að segja við frjettina um dauða slíkra manna, að guð sknli vera lofaður fyrir lausn þeirra. ]>annig getum vjer, eins og nú hefur sýnt verið, svo opt eins og þreifað á því, að mennirnir fæðast og deyja eptir guðlegu vísdóms ráði. ]>ví skyldum vjer þá mögla móti vilja drottins! ]>að sem vjer sjáum og skynjum, eru þó næg rök fyrir því, að svo muni alltíð vera, því vjer vitum, að ((guð gjörir ekkert nema það, sem er vísdómsfullt og gott, því hann vill ekkerf nema það einungis:” Vorir tímar standa í guðs hendi. ]>ví trúum vjer, það vitum vjer, það sjáum vjer. Já, opt sjáum vjer guðs náðarríku tilhlutan í dauða bræðra vorra í kring um oss, opt sjáum vjer hana þó ekki. ]>arna deyja börnin ung og efnileg í faðmi móðurinnar, rjett eins og þau hefðu ekkert erindi átt í þenna heim, nema að ginna foreldrana með afsleppri von, er síðan skyldi snúast upp í sorg og trega; þarna deyja efnilegustu æskumenn; þarna deyja ungir atgjörfismenn, landsins von og landsins prýði; þarna skilur dauðinn hjónin í sundur, sem eru ein sál og eitt hjarta; þarna gjörir hann börnin að föðurleysingjum og mæðurnar að ekkjum; þarna hrífur hann hirðirinn, hinn árvaka og trúa.hirðir, frá hjörð sinni; þarna slær hann fólkið niður eins og annað gras, í hinum skæðu sóttum, svo landið 2*


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (23) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/23

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.