loading/hleð
(27) Blaðsíða 15 (27) Blaðsíða 15
15 ungi, þegar hann var búinn að reyna, hvernig guð með hirtingunni hafði betrað hjarta lians: „Fyrir góðu varð mjer það, drottinn! að þú typtaðir mig.” Vorir tímar standa í guðs hendi; þó vjer tíðum ekki þykjumst skilja livað drottinn vilji. Opt ber það við, að hinir ágætustu menn ekki verða langlífir og komast jafnvel ekki fram yfir miðjan aldur. þetta er nú eins og annað í forsjónarinnar helgidómi, oss liulið, þangað til skýlunni verður lypt frá augum vorum í dýrðinni. En vjer sjáum þó svo mikið af Ijósi frá þessum helgidómi, að vjer ekki þurfum að leiðast afvega. Vjer sjáum þó sólarbjarma hins bimneska, í gegnum þokuský hins jaröneska lífsins. Áratalan gjörir ekki ellina heiðar- lega, segir ritningin. j>enna sannleika hlyti líka skynsemin að kenna oss, þótt hann aldrei stæði í guðs orði. Heiðarleg elli gjörir það að verkum, að leiði hins aldurhnigna er merkilegra en leiði ungbarnsins; bitt er þó enn heiðarlegra, þegar maðurinn sem deyr á miðjum eða öndverðum aldri, er þá þegar búinn að reisa sjer þann bautastein yfir gröf sína, sem ekki haggast í gegn um margar ættkvíslir. Menn hryggjast þegar hann, sem hefur tíma vora í sinni hendi, kallar slíka menn burt frá hálfnuðu verki. En er þá guð ekki eins máttugur til að bæta gjörvöllu landinu missir eins afbragðs- manns, eins, og hann er, að bæta hverjum einuin missir ástvinar síns? Margan á guð sjer góðan.


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (27) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/27

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.