loading/hleð
(29) Blaðsíða 17 (29) Blaðsíða 17
17 hann sje, af guðs alvísa ráði, eflaust kallaður hjeðan til að takast á liendur ný störf í nýjum heimi. Hann sjer hjer, eins og i öllu öðru, vott guðlegrar miskunar og trúfesti. Yjer sjáum bersýnilegast merki miskunar drottins, er hann sendir sinn engil dauðann til að ljetta byrðinni á herðum hinna þjáðu krossberenda; en guð sýnir líka miskun þeim,» er hann kallar í burt án þess þeir hafi sjerlegt mótlæti við að stríða. Jeg meina ekki þá miskunsemi, að hann gjörir gleðileg umskipti á þeirra lijervist og himnavist, heldur aðra dýrmæta líkn er fáir veita eptirtekt. Eptir marga daga koma upp þær liörm- ungar, sem menn sjá, að þeim hefðu orðið óbæri- legar, liefðu þeir þá lifað. þarna leggst ólán fyrir börn þeirra eða nánustu ættingja; þarna ferst þeirra innilegasti vilji fyrir, en það fær framgang, sem mundi jafnvel hafa leitt þá í gröfina að sjá eða heyra; þarna verður verkurn þeirra rótað um og kollvarpað, sem þeir hafa unnið að mikinn hluta æfinnar og gjört að athvarfi ununar sinnar. Guð, sem einn sá fyrir hið ókomna, vildi hlýfa þeim við sorg þessari, og tók þá í tíma til 'sinnar náðar, eins og menn kveða að orði. J>að verður því ein- ungis hinum holdlega sinnuða óskiljanlegt, hvað þeir verða skammlífir, er öllum þykir þó, að mættu lifa langan aldur. En veizt þú hvað fyrir þeim hefði legið, hefðu þeir orðið langlífir? Hefur ekki margan hent það á efri árumj að hann hefði mátt óska hjartansfeginn að guð hefði látið hann deyja á æsku-


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (29) Blaðsíða 17
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/29

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.