loading/hleð
(30) Blaðsíða 18 (30) Blaðsíða 18
18 skeiði? Guð einn veit það, en vjer ekki; misk- unar er ávallt af honum að vænta; honum sem er kærleikurinn. Drottinn svarar oss, þegar vjer undr- umst og skiljum ekki hans vegi, eins og Jesús svaraði Pjetri forðum: „|>ú veizt ekki nú hvað jeg gjöri, en síðar skaltu fá að vita það,” því það er enn ekki augljóst hvað vjer munum verða. Sólina sjálfa sjáum vjer á himnum; bjarmann af henni sjáum vjer á jörðinni. En þessi bjarmi hins óran- sakanlega ber oss þó hjer svo mikla birtu, að vjer hljótum að undrast, elska og tilbiðja hinn eilífa föður Ijósanna, hinn almáttuga drottinn droltnanna, hinn alvísa stjórnara tímanna. Vorir tímar standa x guðs hendi. j>að er eðlilegt, að þessi orð haíi vakið hjá oss þær hugleiðingar um endir lífsins, sem jeg um stund hef leitazt við að skýra fyrir yður, að þær hafi vaknað núna við áraskiptin, sen% liafa þokað oss um eitt ár nær dauðans takmarki. — Tími er að fæðast og tími er að deyja; en það eru marg- ir tímar á millum þessara tíma, og þeir standa allir í guðs hendi. |>að er ekki lítii huggun fyrir oss, að vita, að guð úthlutar oss á hentugum stað og tíma, öllu því, er hann sjer oss fyrir beztu, bæði sorg og gleði; vjer eirum betur andstreyminu, sem mætir oss, því vjer höfurn þá von og þá trú, að guð hafi látið það koma fram við oss þegar bezt gegndi, úr því lionum ekki þókn- aðist að láta hinn beiska kaleik frá oss takast. —


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (30) Blaðsíða 18
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/30

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.