loading/hleð
(10) Blaðsíða 8 (10) Blaðsíða 8
um enn. Víða voru reist timburhús í stað gömlu bæjanna, en nú eru oftast byggð steinhús í sveitunum. Víðast er aðeins ein fjölskylda á hverjum bæ og heimilin oftast fá- menn, en tví- og þríbýli eru sumstaðar, en þorp hafa yfirleitt ekki myndast í íslenzkum sveitum. Þess vegna eru búin í sveitunum yfirleitt smá, þegar fjölskyldan ein vinnur að framleiðslustörfunum, en á stærri bæjum þarf auðvitað aðkeypt vinnuafl, menn og konur. Störfin sem vinna þarf á íslenzkum sveitabæ eru auð- vitað margskonar. Stúlkur hjálpa húsmóðurinni innan- húss við öll heimilisstörf, og hjálpa auk þess oft til við útiverk á sumrin, svo sem við heyskap og garðyrkju, þeg- ar tími þeirra leyfir. Á bæjum hefur víða tíðkast, að kon- ur sjái um mjaltir og þurfa stúlkur því oft að hjálpa hús- móðurinni við það verk. Vinnumenn aðstoða bóndann við öll nauðsynleg verk á öllum árstímum. Vortíminn fer mest í að annast sauð- féð, þar sem það er aðalbústofninn og svo í jarðyrkju- störfin, bera á, vinna að jarðvinnslu og ræktunarstörf- um í túnum og görðum, svo og hjálpa til við öll störf, sem vinna þarf í þágu heimilisins. Sumartíminn er heyöflunartíminn, á íslandi fer mikill tími í heyþurrkun, vegna þess hve votviðrasamt er, eink- um sunnan lands. Þar sem mikill hluti heyforðans er 8


Winke für deutsche Arbeiter in Island =

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Ýmis tungumál
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Winke für deutsche Arbeiter in Island =
http://baekur.is/bok/beededdb-7153-4eab-a805-bc733acffaa3

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/beededdb-7153-4eab-a805-bc733acffaa3/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.