loading/hleð
(12) Page 10 (12) Page 10
þurrkaður, ríður mikið á að góðir þurrkdagar séu vel notaðir. Kartöfluakra og matjurtagarða þarf að hirða svo vel, að illgresi geri þar ekki skaða. Síðsumarið og haustið er uppskeru og sláturtíð og er þá oft annríkt á sveitabýlunum. Mikið starf fer í að smala fé saman á hinu víðáttumikla landi, aðskilja það og reka sláturfé til kaupstaðanna og slátrun heima til þarfa heimilisins. Sláturafurðir eru matbúnar heima fyrir allan veturinn og er það mikil vinna fyrir húsmóð- urina og stúlkurnar. Þá er og uppskera kartaflna og ann- ara matjurta og að ganga frá þeim fyrir veturinn. Þá þarf að mörgu að hyggja á bóndabænum áður en vetur gengur í garð og snjór leggst að, en um veturinn er hirð- ing fénaðarins aðalstarfið úti við fyrir vinnumennina, en stúlkur hjálpa húsmóðurinni við heimilisstörfin, ullar- vinnu og saumaskap. Enda þótt víða sé strjálbýlt í íslenzkum sveitum, er þar þó alltaf töluvert félagslíf, sumar og vetur, samkomur haldnar og þar hittist fólkið og talast við og skemmtir sér. Á íslandi verður naumast talað um neinn stéttamun og á heimilum má eining telja að mannréttindi allra ein-


Winke für deutsche Arbeiter in Island =

Author
Year
1949
Language
Multiple languages
Pages
28


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Winke für deutsche Arbeiter in Island =
http://baekur.is/bok/beededdb-7153-4eab-a805-bc733acffaa3

Link to this page: (12) Page 10
http://baekur.is/bok/beededdb-7153-4eab-a805-bc733acffaa3/0/12

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.