loading/hleð
(8) Page 6 (8) Page 6
Á íslandi hafa bændur haft flestar tegundir búfjár, langmest af sauðfé, en sumir hafa mikið af hestum. Kýr voru oftast ekki fleiri en svo að hægt væri að fullnægja þörf heimilanna fyrir mjólk og smjör, en á síðustu þrem- ur áratugum hafa verið reist mjólkurbú í þéttbýlustu sveitunum, sem selja afurðir sínar til kaupstaðanna. Af geitfé er aðeins fátt, helzt á Norðurlandinu, á flest- um bóndabæjum eru nokkur hænsn og sumstaðar aðrar tegundir alifugla. Svínarækt er mjög lítil, aðeins á stöku stað nálægt stærri kaupstöðum. ísland er víðáttumikið land, en tala íbúanna er að- eins 140 þúsund og hafa landsmenn aldrei verið jafn- margir og nú. Af þeim búa um 56 þúsund í höfuðborg- inni Reykjavík, en rúm 44 þúsund í öðrum kaupstöðum. Því munu nú vera um 40 þúsund íbúar í sveitum lands- ins. Landið hefur alltaf verið strjálbýlt og viða er mjög langt á milli bóndabæjanna. Fyrrum var að heita má eingöngu ferðast um sveitir á hestum, en síðasta manns- aldur hafa verið lagðir akfærir vegir um öll héruð lands- ins og bíllinn er nú orðinn aðal samgöngutæki á land- inu. Járnbrautir hafa aldrei verið lagðar um landið. Húsakynni bænda voru fyrrum litlir bæir, byggðir úr torfi, grjóti og timbri og sumstaðar er búið í slíkum bæj- 6


Winke für deutsche Arbeiter in Island =

Author
Year
1949
Language
Multiple languages
Pages
28


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Winke für deutsche Arbeiter in Island =
http://baekur.is/bok/beededdb-7153-4eab-a805-bc733acffaa3

Link to this page: (8) Page 6
http://baekur.is/bok/beededdb-7153-4eab-a805-bc733acffaa3/0/8

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.