loading/hleð
(15) Blaðsíða 13 (15) Blaðsíða 13
AFMÆLI B R IT FAXA 1939 A aðalfundi félagsins var kosin þessi stjórn: Þorsteinn Einarsson fél.for., Jón Óli deildarfor., Magnús Kristinsson sv.for. I. sv., Friðrik Haraldsson sv.for. II. sv., Sig- urjón Kristinsson ritari og Jón A. Yaldi- marsson gjaldkeri. Þann 19. marz var Strembuhellir hreins- aður. Þá var gamla Hvíldarvarðan einnig hlaðin upp. Dagana 5.—16. maí dvaldi hér Sigurbjörn Þorbjörnsson erindreki B. 1. S., og kenndi foringjum undir II. fl. prófið. Á Þjóðhátíðinni 4. ágúst höfðu skátarnir sína eigin tjaldbúð og seldu auk þess merki og önnuðust vörzlu í Herjólfsdal. Um kvöldið þann 4. var varðeldasýning. Sunnudagana 10. og 24. sept. lireinsuðu skátar skíðabrekku vestan til í Helgafelli. 1. des. gengu skátar fylktu liði um bæinn og inn í Herjólfsdal, en þar fluttu foringjar minni. 31. desember var leitaræfing á Heimaey. 19 4 0 Á aðalfundi 21. jan. voru þessir kosnir í stjórn: Þorsteinn Einarsson félagsfor., Frið- rik Haraldsson deildarfor., Leifur Eyjólfs- son sv.for. I. sv., Theodór S. Georgsson sv. for. II. sv., Sigurjón Kristinsson ritari og Jón A. Valdimarsson gjaldkeri. 25. marz hélt félagið fyrsta foreldramót sitt, og skömmu seinna, 7. apríl, var haldin almenn skemmtun í Akógeshúsinu. Skáta- messa var í Landakirkju þann 5. maí. 1 lok maí var sendur fulltrúi frá Faxa á aðalfund, B. 1. S.. Útilega var í Lyngfellisdal 7. júlí og varðeldasýning á Þjóðhátíðinni í ágúst. Þann 1. des. var farin skrúðganga um bæ- inn og gengið undir Skiphella og þar flult minni. 22. des. var haldinn afmælisfagn- aður félagsins að Breiðabliki. Urðu í því sambandi miklar umræður og fundahöld, þar sem deilt var um, hvort bjóða skyldi dönium eða ekki. Lauk þeirri baráttu eins og í annál félagsins segir „ .... boðið var stúlkum, til þess að skátarnir gætu dansað við og líka drukkið kaffi .... “ 19 il Stjórnina skipuðu þetta ár: Þorsteinn Einarsson félagsforingi, Friðrik Haraldsson deildarfor., Arnbjörn Kristinsson sv.for. I. sv., Theodór S. Georgsson sv.for. II. sv., Indiana Guðlaugsdóttir sv.for. III. sv., Magn- ús Kristinsson gjaldkeri og Ásbjörn Björns- son ritari. Á aðalfundi 21. jan. voru fyrstu stúlkurnar teknar í kvenskátasveitina. Síðar í janúar, þann 26., var haldiö foreldramót. Sumardag- inn fyrsta, 24. apríl, var gengið fylktu liði um bæinn og farið í kirkju á eftir. Þann II. maí gengur félagið í Skógræktarfélag Yestmannaeyja. 24. maí tekur hjálparsveit skáta þátt í loftvarnaæfingu. 1 júní komu 2 kvenskátar úr Reykjavík til þess að kenna stúlkúnum undir II. fl. próf. 15. júní var farin róðrarferð á björgunarbátunum út í Stakkabót, og liálfum mánuði seinna var farið í útilegu í Elliðaey. Laugardaginn 11. júlí var félagsútilega í Lyngfellisdal. Þjóð- hátíðin var haldin að þessu sinni dagana 9. og 10. ágúst, og höfðu skátarnir varðelda- sýningu. 17. ágúst fóru nokkrir skátar í úti- legu í Bjarnarey. Þetta haust varð félagið að sjá á bak einum af sínum beztu mönnum, Þorsteini Einarssyni félagsforingja, en þá flutti hann burt úr bænum ásamt fjölskyldu sinni. Hélt félagið honum kveðjusamsæti þann 19. september. 2. okt. festir félagið kaup á sumarbústað iðnnema. 1. des. var farin skrúðganga eins og undanfarin ár. Var gengið um bæinn og inn undir Skiphella, en þar töluðu ýmsir af foringjum félagsins. 5. des. sendir Faxi 5 fulltrúa á aðalfund B. 1. S. Þann 21. des. var haldin skáta- skemmtun að Breiðabliki, og 26. s. m. hélt félagið barnaskemmtun í Alþýðuhúsinu. Starfi þessa árs lauk svo með jólafundi, sem haldinn var í Barnaskólanum 28. des. 1 9 'h 2 Á aðalfundi 11. jan. var þessi stjórn kosin: Jes A. Gíslason félagsfor., Friðrik Haralds- son deildarfor., Arnbjörn Kristinsson sv.for. 13


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.