loading/hleð
(23) Blaðsíða 21 (23) Blaðsíða 21
AFMÆLI5RIT FAXA og margvísleg, þótt vitanlega séu heima- störfin meiri. Yrði of langt mál og óþarft að telja það allt upp hér. Þó má minnast þess, að við tókum þátt í landsmóti kven- skáta að Úlfljótsvatni 1942, sem haldið var í tilefni 20 ára afmælis kvenskátafél. Reykjavíkur, sem einnig sá um mótið. Þá tókumvið einnig þátt í landsmótinu íVatns- dalshólum 1944, er kvenskátar Akureyrar sáu um. Var þátttaka í mótum þessum all- góð héðan. Tveir kvenskátar dvöldu árið 1945 á sveitaforingjaskóla á Úlfljótsvatni, og nokkrar stúlkur hafa dvalið sumarlangt á skátaskólanum þar. Sem að líkindum lætur eru allar hópferðir héðan bæði of erfiðar og allt of fáar og veldur því vissulega, að við hér úti í hafs- auga eigum ávallt yfir sjó að sækja, við miður góðan farkost. Eigum við því við erfiðari ferðalags aðstæður að búa en skáta- félög úti um fastalandið og förum þess- vegna færri slíkaar ferðir en skyldi, því að þær eru skemmtilegar, lærdómsríkar, og mér liggur við að segja, nauðsynlegur liður í starfseminni með tilliti til kynningar og lærdóms. Heimastarfið er með sama hætti og verið hefur. Er það vitanlega mest innanhúss að vetrinum til, en strax og vorar er uppi fótur og fit, farið í göngur, útilegur og fleira. Okkar ágæti bústaður, Hraunprýði, er oftast heimsóttur, og eigum við kven- skátar þar margar sameíginlegar samveru- stundir, bæði einar og með drengjaskát- unum. Hraunprýði er sannkallað minnis- merki góðrar stjórnar og samvinnu skáta- drengja og stúlkna, fyrr og síðar, sem eytt hafa öllum frístundum sínum í að fegra það og prýða. Bazar héldum við kvenskátar 1944. Voru þar margir fagrir og vel gerðir munir, sem fengu einróma lof bæjarbúa. 17. nóvember 1946 var skátafélaginu Faxa skipt í tvær deildir, yngri og eldri, en áður hafði það verið ein sameiginleg deild með þremur drengjasveitum og einni stúlknasveit. Þá var og deildunum skipt í tvær sveitir drengja og stúlkna. Foringi Stúlknahópur vinnur heitið í útilegu í Elliðaey 27. júlí 1942. yngri sveitar stúlkna er nú Gréta Runólfs- dóttir, en eldri sveitar Eygló Einarsdóttir. Hefur þetta fyrirkomulag reynzt prýðilega, enda er samvinna stjórnarinnar, sem skipuð er drengjum og stúlkum, með afbrigðum góð og í félaginu ríkjandi hinn mesti áhugi á skátamálum. Má sannanlega þakka hinn góða framgang félagsins í heild, hversu vel hefur heppnast val foringja frá fyrstu tíð. Við skátar lítum því björtum augum á framtíð Faxa, vitandi það, að þótt ýmsir örðugleikar séu framundan til úrlausnar áhugamálum okkar, eru þau mál nú í góð- um höndum og sigursælum. Við höfum þá skoðun, að þar sem samvinnan er góð, sé sigurinn vis. Að endingu óska ég Faxa innilega til hamingju með 10 ára afmælið og bið, að starf hans megi blómgast sem mest í fram- tíðinni, öllum til ánægju og farsældar. 21


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (23) Blaðsíða 21
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/23

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.