loading/hleð
(27) Blaðsíða 25 (27) Blaðsíða 25
HRAIJNPRAÐI Eftir Kára Þ. Kárason AFMÆLISRIT FAXA Eitt mesta afreksverk Faxa, að mínum dómi, er kaup og endurbygging Hraun- prýðis. Jes A. Gíslason, félagsráðsforingi, gaf húsinu þetta nafn, eftir að Faxi eign- aðist það. Upphaflega var það byggt í frí- stundum af nokkrum iðnnemum. Ástæðan fyrir því, að skátafélagið fékk áhuga á að eignast bústaðinn var sú, að við höfðum fengið leyfi til þess að vera í honum í útilegum og halda þar fundi ein- stöku sinnum. Húsið var rúmgott og í marga staði hentugt og stóð fyrir utan bæinn í landi Skógræktarfélagsins. Þar var leikvöllur og hraunið í kring var einnig hentugt til leikja- Þegar við vorum þarna í útilegum, var vanalegt að vinna ákveðinn tíma á daginn Um kl. 10 f. h. erum við komnir alla leið og leggjumst í var við Litla-Höfða og tök- um þar til matar, því að allir höfðu með sér sjóbita, eins og sjómönnum sæmir. Ekki leið á löngu þar til sumir tóku að fölna ískyggilega mikið og jafnvel farnir að færa ægi fórnir, svo að ekki þykir ráðlegt að dvelja þarna lengur. Róið er fram með Litla-Höfða og skoðaður Litla- Höfðahellir, sem er mjög stór og hrika- legur og illmögulegt að skoða, nema af sjó. Dveljum við þarna dálítið, en höldum síðan áleiðis heim. Nú er meðbyr og þjóta bátarnir áfram, svo sýður á keipum. Þegar við komum móts við Urðavita, sjáum við hvar tollbáturinn kemur móti okkur, og sjáum við ei betur en að hann sé fullur af vopnuðum hermönnum, en þegar við aðhlynningu gróðurs og fegrun um- hverfisins. — Það var fagurt og þroskandi starf fyrir skáta. Við þetta óx áhugi allra félagsmanna á því að eignast húsið. — Þegar svo farið var að leitast fyrir um þann möguleika að fá það keypt, fréttum við, að mörg félög hefðu farið fram á það sama. Samt sem áður sögðust eigendurnir skyldu athuga málaleitan okkar. Sumir þeirra voru andvígir sölunni, vegna þess, að þeir höfðu byggt bústaðinn í fátækt og lagt mikla vinnu í að koma honum upp og þótti þar af leiðandi vænt um hann og gátu varla hugsað sér að sleppa eignar- réttinum. En þó tókust samningar. Þegar við höfðum nú fengið loforð fyrir kaupunum, var næsta sporið að afla pen- nær dregur snýr hann skyndilega við. Að vonum vakti það forvitni okkar allra, hvað hann væri að gera þangað út með al- væpni, og varð það heldur til þess að róið var af kappi heimleiðis. Þegar þangað kom, fengum við að vita, að einn af borgurum bæjarins hafði um morguninn ekið í bif- reið sinni suður eyjuna og þá séð bátana í Stakkabótinni, og gat hann ekki ímyndað sér annað en að hér væru skipbrotsmenn og tilkynnti það strax setuliðinu, sem brást skjótt við og sendi hermenn á vettvang. Okkur þótti þetta hið mesta ævintýri, og mun það lifa í hugum okkar um framtíð. Síðan þetta gerðist hefur félagið í heild, einstakir flokkar og sveitir farið í margar slíkar sjóferðir, enda er það snar þáttur í útilífi skáta í Eyjum. 25


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (27) Blaðsíða 25
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/27

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.