loading/hleð
(6) Blaðsíða 4 (6) Blaðsíða 4
AFMÆLISRIT FAXA verið vel haldnar. Samstarfið má ekki vera of náið. Stúlkurnar mega ekki vera karl- mannlegar í háttum og piltarnir ekki kven- legir. En er ekki affarasælt, að þau, sem eiga að lifa lífinu saman, alist upp í fé- lagsskap, þar sem þau læra að skilja hið andstæða og hið sameiginlega í eðli hvors annars, virða hvort annað og jafnvel þykja vænt um hvort annað? Ég fór einu sinni í róður með nokkrum piltum á björgunarbátnum, sem geymdur er á Eiðinu. Við rérum vestur að Smá- eyjum, nutum Kafhellis og neyttum nestis- ins í Stafnesvík. Þegar við í bakaleiðinni komum að Gatkletti, var skollin á norð- austan vindur — sjórinn rauk- Það var lagzt á árar, en ekkert miðaði. Nú voru góð ráð dýr. Átti að slá undan og setja upp bátinn í Stafnesi, ganga heim og láta sækja bátinn? Það mátti ekki spyrjast. Það máti ekki gefast upp. Það varð að ná vörinni — takmarkinu. Okkur hafði rekið nokkuð meðan ráðgast var um, hvað gera skyldi, en nú var á ný lagzt á árar. Slík samtök, slíka samstillingu, einhuga vilja, hef ég aldrei fundið. Það var miðað við hleina og gjögur, hvert smátakmark riáð- ist, þrátt fyrir mótbyr, sjórok og unga arma. Að lokum urgaði í kilinum, er náð var í heimavör. Báturinn var settur í byrg- ið . Það hafði verið fátt sagt til þessa. Var- irnar voru samanbitnar. Hugsunin var ein. Nú hurfu hendurnar í vasa til þess að hylja blöðrótta og blóðuga lófa. Mér þótti síðar einkennilegt, að drengirnir minntust þessarar ferðar með ánægju. Mér finnst nú á þessu afmæli Faxa, að þessi róður sé táknrænn fyrir sögu félags- ins þessi 10 ár, sem honum hefur verið „róið“ frá áfanga til áfanga af ungum örm- um stúlkna og pilta. Þessi róður má aldrei taka enda. Sömu hendur halda ekki nema stuttan tíma um hverja ári, en ræðið er aldrei autt, en samhugurinn sá sami og „báturinn" heitir Faxi. Megi „áhöfn“ Faxa ávallt eiga nóg verk- efni til eflingar þroska og samhygðar. Megi ávallt hvert ræði vera skipað, og ham- ingjan og samtökin ávallt fylgi Faxa. Með þökk fyrir samstarf og ógleyman- legar minningar. Þorsleinn Einarsson. 4


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.