loading/hleð
(9) Blaðsíða 7 (9) Blaðsíða 7
AFMÆLISRIT FAXA starfsemi okkar eru foreldramótin, en það eru skemmtanir, sem öllum foreldrum skátanna er boðið á, svo og öllum styrktar- meðlimum félagsins. Fyrsta foreldramótið var haldið í Akógeshúsinu í febrúar 1940. Var það einungis fyrir foreldra og jafn- framt fyrsta skemmtidagskráin, sem við buðum til. Tókst hún vel, enda þótt mörg af skemmtitækjunum væru frumstæð. Það var einkum eitt atriði á þessari skemmtun, er vakti athygli, en það var „Skrallhljóm- sveit,“ og voru ,,hljóðfærin“ m. a. gamlir pottar, leggir og greiður. Foreldramót hafa síðan verið haldin svo að segja árlega, og hefur þá jafnan öllum styrktarmeðlimum verið boðið. Árið 1945 var fyrirhugað að hafa eitt slíkt mót í sumarbústað okkar, Hraunprýði, sem þá var fullgerður, og gefa foreldrum og styrkt- armeðlimum kost á að skoða bústaðinn og aðrar framkvæmdir í skógræktarsvæðinu, þar sem húsið stendur. Þessi skemmtun fórst fyrir vegna óhagstæðs veðurs, en í stað þess var hún haldin í Samkomuhúsinu hinn 4. október sama ár. Þar var boðið upp á kaffi, ásamt skemmtiatriðum og dansi. Auk þess var öllum gefin mynd af Ilraunprýði, með áletraðri kveðju frá Faxa. Foreldramót þessi eru þátttakendum með öllu að kostnaðarlausu, og framreiða þá skátarnir sjálfir kaffi og kökur, og er því þannig fyrir komið, að fyrir hverja skemmtun, sem félagið heldur, þá er hverjum skáta gert að skyldu að láta baka heima hjá sér ákveðna tegund af kökum, og þarf hann aðeins að leggja til vinnuna, því að bökunarefnið er keypt sameiginlega. Þegar bökun er lokið, er svo öllu safnað saman, og stúlkurnar sjá um að laga kaffi eða súkkulaði og bera á borð. Þetta hefur þeim tekizt með mikilli prýði í hvert sinn, sem slíkar skemmtanir hafa verið haldnar. Atriði frá almennri skemmtun, 18. apríl 1945 Þriðji þátturinn í hinu opinbera skemmti- starfi okkar, og þá jafnframt sá skátaleg- asti, eru varðeldasýningarnar, sem haldnar hafa verið á hverri Þjóðhátíð síðan 1940, og aflað hafa félaginu einna mest orðstírs á þessu sviði, og þá jafnframt utanbæjar, því að fjöldi gesta dvelur hér um Þjóðhá- tíðina. Þessir varðeldar sýna almenningi bezt skemmtilegasta þátt skátalífsins, útilegurnar, þar sem við söfnumst saman við eldinn og syngjum skátasöngva, segjum gamansögur og horfum á leiksýningar, sem allar eru leiknar á imynduðum leiksviðum. Það, sem allar þessar skemmtanir okkar hafa sameiginlegt, er það, hve skemmti- atriðin eru löguð vel við allra hæfi, svo létt og einföld, að allir komast í gott skap og brosa, já jafnvel hlæja — því að hlátur- inn lengir lífið. Ég vil að lokum flytja ykkur öllum, sem hafið hjálpað okkur í þessu efni á liðnum árum, okkar beztu þakkir. Þið eigið það sameiginlegt að hafa verið jafn fús á að gera allt, sem í ykkar valdi stóð til þess að greiða götu okkar, hvort sem við báðum um húsnæði, efni í varðelda eða annað. Hafið hjartans þökk. Með skátakveðju Kristján Georgsson. 7


Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1948.
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/8357d6b1-1ad3-40cd-85b7-32f1e738d251/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.