Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi


Höfundur:
Guðmundur Björgvin Jónsson 1913-1998

Útgefandi:
höfundur, 1987

á leitum.is Textaleit

448 blaðsíður
Skrár
PDF (585,0 KB)
JPG (471,1 KB)
TXT (2,7 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


20
Grímshóll var í þjóðbraut um aldir og má þar enn sjá skýrt markaða
hesta- og göngumannaslóð. Grímshóll og reyndar Vogastapinn allur var
löngum frægur fyrir reimleika og ýmislegt annað dularfullt. í þjóðsögum
Jóns Árnasonar segir frá manni nokkrum er Grímur hét, sem hvarf í ná-
munda við hól þennan eftir að hann hafði verið vertíðarmaður hjá huldu-
manni þar.6)
Sumir tengja hinn fræga „Stapadraug" við sjóslys sem varð fyrir utan
Ströndina 16. des. 1922. Var þar á ferð einn maður á leið frá Hafnarfirði til
Keflavíkur, er hét Kristján Sveinsson, f. 14. des. 1872 og fannst líkið aldrei.
Þessi Kristján var kallaður „Stjáni blái". í Skútuöldinni eftir Gils Guð-
mundsson er Stjána bláa borið gott orð og enda þótt honum hafi verið vel
við vín, þá ráðlagði hann yngri mönnum að eiga aldrei við slíkt. Sagt er að
Kristján hafi gefið sér auknefnið sjálfur. Hanri var eftirsóttur sjómaður og
stundaði sjó alla sína ævi.
„Eitt sinn lenti hann í því að aðstoða við að bjarga munum úr brennandi
húsi og við það brenndist hann á höndum, þannig að þær urðu bláleitar upp
frá því. Síðar var hann að draga fisk úr sjó og var það steinbítstegund sem
kölluð var Blágóma, og þá sá Kristján að litur handa hans ogfisksins var líkur
og varð honum þá að orði: „Það er best að við séum nafnar héðan afog ég verði
kallaður Stjáni blái".7)
Síðar gerði skáldið Örn Arnarson hann ódauðlegan í samnefndu kvæði.
Eftir sjóslysið hafa ýmsir tengt Stjána bláa við Stapadrauginn svokallaða
og sögusagnir um reimleika á þessum slóðum. Fremur vil ég taka hér upp
orð Helga Hjörvars, landskunns látins manns, þar sem hann segir um
draugagang á Fróðárheiði: „Þegar brennivínið þvarr í Ólafsvík, dofnuðu
reimleikar á Fróðárheiði".
Stapabrúnin er kölluð einu nafni Eggjar, sem slitna í sundur af giljum,
skörðum og skorum sem ná niður að sjó eða niður á láglendi. Frá hreppa-
mörkum er búið að nefna Innri-Skor, Mölvík og Gilið. Nokkrum sinnum
hin síðari ár hef ég séð á prenti nafnið Heljarstígur, en aldrei heyrði ég
minnst á það nafn í æsku. Sagt er að hann sé austast á Stapanum, en ef
nokkursstaðar ætti að vera réttnefni á gönguleið á austurhluta Stapans, þá
væri það Heljarstígur þar sem er Rauðistígur, því þar var hættulegasta leið-
in niður og upp Stapann. í þessum stíg var vel sjáanleg rauðamöl. Nú er
hann að mestu leyti horfinn vegna ágangs vinds og vatns.
Aftur á móti koma skörð austur eftir Eggjunum í framhaldi af Rauðastíg
þ.e. Urðarskarð, upp af Stapabúðartúni, Brekkuskarð upp af Brekku,
Kvennagönguskarð upp af miðjum Brekkusandi og Reiðskarð austast. Þar
upp lá „Gamli vegurinn" og sést vel enn.
Á milli síðastnefndu skarðanna er höfði sem aðskilur þau og er mjög
gott að ganga upp grasi grónar brekkur Kvennagönguskarðs. Oft var