loading/hleð
(19) Blaðsíða 15 (19) Blaðsíða 15
Árnadóttur. Er sú lýsing tvær arkir bundnar saman, 15.7x10 sm, samtals 14 blöð. Efst á 1 r eru ávarpsorð: „Ehrusamri gudhræddri og | vel- skickadri sæmdar | srulku | Ragnhilldi Arna döttur | ad Kall- dadar nesi i Floa, sendir | þetta qver til lijtillrar þacklæt | is minwingar og gödrar kýmzingar | merkis i Xti [þ.e. Chrisú] kiærleika | Hallgrijmur Petursson p(restur) | MDCLX“. Fyrir neðan þessi orð eru þrjár tilvitnanir, að viðbættum lokaorðum og teygir textinn sig yfir á næstu síðu: „Augustinus | Eckert er so kroptugt, til ad læk | na med saar samvitskunwar, sem yd | ugleg umþeinking herrans Jesu | pijnu. | Idem | AJlt hvad mig vantar og vanhagtfr | \>ad sæki eg öhræddur i pijslar saarin | mijns herra Jesu. | Bona- ventura in Soliloqvio | Gief þu mier herra Jesu ad allt | hvad eg lijt med mijnum augum | mætti mier synast riödrad med | þijnu heilaga blödi. | Hvad sorgar þu | Gud lifir en« nu“. Blað 2r er titilblað Passíusálmanna: „HISTORIA | pijnun- ar og daudans | vors herra Jesu Christi | með sijnum sierleg- ustu lærdoms | greinum, þeim einfólldu Guds | bornum til ept/Aektar og ydkunar | i psalmum og saungvijsum, med | ijmsum tönum samanskrifud. | H. P. S | Anno Xti 1660 | 1 Cor\nx)a{ubrief) 11 | Þier skulud kunwgióra dauda | drott- ins þangad til hann kemur.“ Neðan undir þessum titli er rit- að: „fra sr Vigf i Hitardal“. Á 2v getur Vigfús þess að for- máli Jóns Jónssonar prófasts á Melum hafi verið á undan sálmunum og vitnar lítillega til hans. Á blöðum 3r til lOv er orðamunur úr eiginhandarriti Hallgríms og útgáfu Pass- íusálmanna 1690. Lokaorðin úr handritinu hafa verið rituð á 11 r: „SK(R)IFAD | i Saurbæ aa Hvalfiardarstrónd | i martio maanude | Anno 1660 | Hallgrimur Petursson pr{estur) eh. | Vass traverstu doch | Gott lebet noch | þad er | huad hryggestu | Gud lifer en« nu“. Efst á llv hefst greinargerð Vigfúsar um eiginhandarritið og nær niður fyr- ir mitt blað 12v. Þar tekur við stutt ættfærsla Ragnhildar Árnadóttur sem lýkur neðarlega á 13r. Blöð 13v til l4v eru auð. Lestexti Jafnframt hinum stafrétta texta er hér prentaður lestexti samsvarandi JS 337 4to með nútímastafsetningu, og er hann settur í ljóðlínur eins og venja er. Fáeinum orðmynd- um er breytt til þess sem nú er almenn regla, nema ef hrynj- andi yrði raskað eða endarím eyðilagt. Samt er ekki fengist um þótt sú breyting leiði til þess að alrím verði að hálfrími, enda eru slíkar hendingar algengar hjá skáldinu. Að lokum Á síðustu áratugum hefur fjölmargt verið ritað um eigin- handarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum, allt frá því að Finnur Jónsson gaf sálmana út eftir JS 337 4to. I formála þeirrar útgáfu taldi Finnur að Hallgrímur hefði ritað það handrit síðast handrita sinna að sálmunum og því bæri að hafa það „að grundvelli allra útgáfna hjer eftir. Hefur þessi niðurstaða síðan verið höfð fyrir satt. Þegar litið er á umræddan sálmatexta (A), sem nú er gefinn út á ný eftir handritinu, og fyrstu prentuðu útgáfuna {B), ásamt uppskriftunum tveimur (C og D), sem gerð hefur verið grein fyrir og tekin eru lesbrigði úr í þessari útgáfu, er eftirtektarvert hversu A er oft sér um orðalag gegn B, C og D sem eru margsinnis samhljóða. Bendir þetta til þess að A muni fremur vera elst en yngst, svo sem reyndar má einnig marka af þeim ártölum sem tengd eru þessum sömu text- um, eins og fram kemur hér í formálanum. Vert er að hafa í huga að frá því að Hallgrímur ritaði JS 337 4to og þar til sálmarnir voru prentaðir leið rúmlega hálfur áratugur. Er ekkert líklegra en hann hafi endur- skoðað texta sinn á þeim tíma svo að allt getur verið með felldu um þann mun sem er á handritinu og hinum prent- aða texta þegar frá eru taldar setjaravillur í frumútgáfunni. Prentaðar grundvallarheimildir Finnur Jónsson: Formáli að ritinu Passíusálmar Hallgríms Pjeturssonar. Kaup- mannahöfn 1924. Magnús Jónsson: Hallgrímur Pétursson, xfi hans og starf I-II. Reykjavík 1947. Arne Moller: Hallgrímur Péturssons Passionssalmer. Kjobenhavn 1922. Páll Eggert Ólason: Athugasemdir um Passíusálmahandrit. Skírnir, CXIII. ár. Reykjavík 1939. — Ferill Passíusálmahandrits síra Hallgríms Péturssonar. Skírnir, CI. ár. Reykjavík 1927. — Nokkur orð um handritið. [Eftirmáli við ljósprentun Passíusálmanna.] Reykjavík 1946. 15
(1) Saurblað
(2) Saurblað
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Blaðsíða 69
(74) Blaðsíða 70
(75) Blaðsíða 71
(76) Blaðsíða 72
(77) Blaðsíða 73
(78) Blaðsíða 74
(79) Blaðsíða 75
(80) Blaðsíða 76
(81) Blaðsíða 77
(82) Blaðsíða 78
(83) Blaðsíða 79
(84) Blaðsíða 80
(85) Blaðsíða 81
(86) Blaðsíða 82
(87) Blaðsíða 83
(88) Blaðsíða 84
(89) Blaðsíða 85
(90) Blaðsíða 86
(91) Blaðsíða 87
(92) Blaðsíða 88
(93) Blaðsíða 89
(94) Blaðsíða 90
(95) Blaðsíða 91
(96) Blaðsíða 92
(97) Blaðsíða 93
(98) Blaðsíða 94
(99) Blaðsíða 95
(100) Blaðsíða 96
(101) Blaðsíða 97
(102) Blaðsíða 98
(103) Blaðsíða 99
(104) Blaðsíða 100
(105) Blaðsíða 101
(106) Blaðsíða 102
(107) Blaðsíða 103
(108) Blaðsíða 104
(109) Blaðsíða 105
(110) Blaðsíða 106
(111) Blaðsíða 107
(112) Blaðsíða 108
(113) Blaðsíða 109
(114) Blaðsíða 110
(115) Blaðsíða 111
(116) Blaðsíða 112
(117) Blaðsíða 113
(118) Blaðsíða 114
(119) Blaðsíða 115
(120) Blaðsíða 116
(121) Blaðsíða 117
(122) Blaðsíða 118
(123) Blaðsíða 119
(124) Blaðsíða 120
(125) Blaðsíða 121
(126) Blaðsíða 122
(127) Blaðsíða 123
(128) Blaðsíða 124
(129) Blaðsíða 125
(130) Blaðsíða 126
(131) Blaðsíða 127
(132) Blaðsíða 128
(133) Blaðsíða 129
(134) Blaðsíða 130
(135) Blaðsíða 131
(136) Blaðsíða 132
(137) Blaðsíða 133
(138) Blaðsíða 134
(139) Blaðsíða 135
(140) Blaðsíða 136
(141) Blaðsíða 137
(142) Blaðsíða 138
(143) Blaðsíða 139
(144) Blaðsíða 140
(145) Blaðsíða 141
(146) Blaðsíða 142
(147) Blaðsíða 143
(148) Blaðsíða 144
(149) Blaðsíða 145
(150) Blaðsíða 146
(151) Blaðsíða 147
(152) Blaðsíða 148
(153) Blaðsíða 149
(154) Blaðsíða 150
(155) Blaðsíða 151
(156) Blaðsíða 152
(157) Blaðsíða 153
(158) Blaðsíða 154
(159) Blaðsíða 155
(160) Blaðsíða 156
(161) Blaðsíða 157
(162) Blaðsíða 158
(163) Blaðsíða 159
(164) Blaðsíða 160
(165) Blaðsíða 161
(166) Blaðsíða 162
(167) Blaðsíða 163
(168) Blaðsíða 164
(169) Blaðsíða 165
(170) Blaðsíða 166
(171) Blaðsíða 167
(172) Blaðsíða 168
(173) Blaðsíða 169
(174) Blaðsíða 170
(175) Blaðsíða 171
(176) Blaðsíða 172
(177) Blaðsíða 173
(178) Blaðsíða 174
(179) Blaðsíða 175
(180) Blaðsíða 176
(181) Blaðsíða 177
(182) Blaðsíða 178
(183) Blaðsíða 179
(184) Blaðsíða 180
(185) Blaðsíða 181
(186) Blaðsíða 182
(187) Blaðsíða 183
(188) Blaðsíða 184
(189) Blaðsíða 185
(190) Blaðsíða 186
(191) Blaðsíða 187
(192) Blaðsíða 188
(193) Blaðsíða 189
(194) Blaðsíða 190
(195) Blaðsíða 191
(196) Blaðsíða 192
(197) Blaðsíða 193
(198) Blaðsíða 194
(199) Blaðsíða 195
(200) Blaðsíða 196
(201) Blaðsíða 197
(202) Blaðsíða 198
(203) Blaðsíða 199
(204) Blaðsíða 200
(205) Blaðsíða 201
(206) Blaðsíða 202
(207) Blaðsíða 203
(208) Blaðsíða 204
(209) Blaðsíða 205
(210) Blaðsíða 206
(211) Blaðsíða 207
(212) Blaðsíða 208
(213) Blaðsíða 209
(214) Blaðsíða 210
(215) Blaðsíða 211
(216) Blaðsíða 212
(217) Blaðsíða 213
(218) Blaðsíða 214
(219) Blaðsíða 215
(220) Blaðsíða 216
(221) Blaðsíða 217
(222) Blaðsíða 218
(223) Blaðsíða 219
(224) Blaðsíða 220
(225) Blaðsíða 221
(226) Blaðsíða 222
(227) Blaðsíða 223
(228) Blaðsíða 224
(229) Blaðsíða 225
(230) Blaðsíða 226
(231) Blaðsíða 227
(232) Blaðsíða 228
(233) Blaðsíða 229
(234) Blaðsíða 230
(235) Blaðsíða 231
(236) Blaðsíða 232
(237) Blaðsíða 233
(238) Blaðsíða 234
(239) Blaðsíða 235
(240) Blaðsíða 236
(241) Blaðsíða 237
(242) Blaðsíða 238
(243) Blaðsíða 239
(244) Blaðsíða 240
(245) Saurblað
(246) Saurblað
(247) Saurblað
(248) Saurblað
(249) Kvarði
(250) Litaspjald


Passíusálmar

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
248


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Passíusálmar
http://baekur.is/bok/c9f27ecf-b449-4dd1-ab09-7d44a9f68b66

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/c9f27ecf-b449-4dd1-ab09-7d44a9f68b66/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.