loading/hleð
(57) Blaðsíða 51 (57) Blaðsíða 51
hann ruglast í ríminu þegar hann setur Eyrarbakka á alrangan stað. En leiðin virðist samkvæmt korti Hollands vera nánast alveg eins og hún er sýnd á korti Bjöms, fyrst frá Odda beint í vestur að Ytri Rangá, yfir hana og síðan um Safamýri og líkt og í sveig hjá Hellistjöm og suður fyrir Hrútsvatn en það er að vísu ekki sýnt né heldur Hellistjöm. Henderson birtir líka kort sem sýnir leiðina, hún er beint af augum frá Odda að Hrútsvatni, sýnist jafnvel hafa legið suður fyrir Frakkavatn og síðan upp með Þjórsá að Sandhólaferju. Vötnin em reyndar ekki sýnd á kortinu og mælikvarðinn er mjög stór. Ekki verður því ráðið með vissu af þessum kortum Hollands og Hendersons hvort farið var beint af augum frá Odda yfir Rangá til Sandhólaferju eða hvort menn lögðu einhverjar lykkjur á leið sína. (Sjá kort nr. 9, a-c). Mackenzie er sá Bretanna sem birtir stærsta kortið og samkvæmt því var fyrst farið alllangt upp með Rangá en síðan í talsvert miklum sveig sem merkir líklega að farið hafi verið fyrir sunnan Hrútsvatn sem er ekki sýnt á kortinu og erfitt er að átta sig því að merkingar eru fáar. En samkvæmt kortinu var leiðin til Sandhólaferju ekki alveg eins bein frá Odda og ætla má af hinum kortunum. Ibúar í Vetleifsholtshverfi áttu kirkjusókn í Odda og er því fróðlegt að athuga hinn gamla kirkjuveg. Staðkunnugir segja að vanalega hafi verið farið til kirkju yfir Rangá hjá Ægissíðufossi (áður en brúin kom ofar hjá Ægissíðu eða núverandi Hellu árið 1912) og síðan var riðið um götur hjá Selalæk niður að Odda. Að sögn heimildarmanna riðu menn líka úr Vetleifsholtshverfinu niður að Bjólu og fóm yfir ána á Breiðabakkavaði fyrir ofan Hrafntóttaey. (Sjá kort nr. 10). Ey þessi er í Rangá, um 1 1/2 km fyrir neðan Hrafntóttir og Bjólu, og er vaðið rétt fyrir ofan eyna, gegnt Sólvöllum og Odda. Þegar farið hafði verið austur yfir vaðið, áttu kirkjusóknarmenn um tvennt að velja, að fara upp að Selalæk eða þræða bakka Rangár niður að Þverá og síðan engjaveg upp að Odda og var það styttra. Sjá má allglöggar reiðgötur á bökkum Rangár og liggja þær suður fyrir Nónhól sem er syðstur Kamphóla, á bakkanum við mót Rangár og Þverár. Þessum krókum upp að Selalæk eða suður fyrir Kamphóla ollu Oddaílóð, hin mikla mýri vestur af Odda. Að vísu var vel fært milli Odda og núverandi Sólvalla, nýbýlis frá 1930, en spölurinn þaðan vestur að ánni var með öllu ófær mönnum og hestum.1 Svo er að sjá að Björn Gunnlaugsson geri ráð fyrir för um Oddaflóð og Breiðabakkavað. Hið sama gildir um Holland og Henderson og kort þeirra. Mackenzie sýnir hins vegar leiðina eins og hún hafi legið fyrir austan Oddaflóð, jafnvel allt upp að vaðinu fyrir ofan Ægissíðufoss. Um þetta er ósamræmi milli Hollands og Mackenzies og voru þeir þó samferða. 1. Hér er stuðst við frásagnir Þórðar Ólafssonar í Lindarbæ, í Vetleifsholtshverfi sem fæddur er 1896, og Isleifs Pálssonar sem fæddur er í Galtarholti, sunnan við Þverá, árið 1906 og átti heima í Langekru hjá Odda frá 1921. Þeim ber alveg saman, Þórði og ísleifi, um kirkjuveginn. Þá er og stuðst við frásagnir Rafns Þorsteinssonar á Hrafntóttum sem fæddur er 1913. Hann sýndi mér ma. Breiðabakkavað. Rafn nefndi Nónhól en Jón Þorvarðsson á Vindási hjá Odda kannast ekki við ömefnið. Um hin ótræðu Oddaflóð og Sólvelli sjá Helga Skúladóttir, Rangárvellir 1930. Lýsing landslags, jarða og búenda, uppdrœttir bœjanna, m.m. (Rangárþing II. Þættir um land og lýð. I. Án ártals), bls. 108,116.
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Kápa
(6) Kápa
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Blaðsíða 33
(40) Blaðsíða 34
(41) Blaðsíða 35
(42) Blaðsíða 36
(43) Blaðsíða 37
(44) Blaðsíða 38
(45) Blaðsíða 39
(46) Blaðsíða 40
(47) Blaðsíða 41
(48) Blaðsíða 42
(49) Blaðsíða 43
(50) Blaðsíða 44
(51) Blaðsíða 45
(52) Blaðsíða 46
(53) Blaðsíða 47
(54) Blaðsíða 48
(55) Blaðsíða 49
(56) Blaðsíða 50
(57) Blaðsíða 51
(58) Blaðsíða 52
(59) Blaðsíða 53
(60) Blaðsíða 54
(61) Blaðsíða 55
(62) Blaðsíða 56
(63) Blaðsíða 57
(64) Blaðsíða 58
(65) Blaðsíða 59
(66) Blaðsíða 60
(67) Blaðsíða 61
(68) Blaðsíða 62
(69) Blaðsíða 63
(70) Blaðsíða 64
(71) Blaðsíða 65
(72) Blaðsíða 66
(73) Blaðsíða 67
(74) Blaðsíða 68
(75) Blaðsíða 69
(76) Blaðsíða 70
(77) Blaðsíða 71
(78) Blaðsíða 72
(79) Blaðsíða 73
(80) Blaðsíða 74
(81) Blaðsíða 75
(82) Blaðsíða 76
(83) Blaðsíða 77
(84) Blaðsíða 78
(85) Blaðsíða 79
(86) Blaðsíða 80
(87) Blaðsíða 81
(88) Blaðsíða 82
(89) Blaðsíða 83
(90) Blaðsíða 84
(91) Blaðsíða 85
(92) Blaðsíða 86
(93) Blaðsíða 87
(94) Blaðsíða 88
(95) Blaðsíða 89
(96) Blaðsíða 90
(97) Blaðsíða 91
(98) Blaðsíða 92
(99) Blaðsíða 93
(100) Blaðsíða 94
(101) Blaðsíða 95
(102) Blaðsíða 96
(103) Blaðsíða 97
(104) Blaðsíða 98
(105) Blaðsíða 99
(106) Blaðsíða 100
(107) Blaðsíða 101
(108) Blaðsíða 102
(109) Blaðsíða 103
(110) Blaðsíða 104
(111) Blaðsíða 105
(112) Blaðsíða 106
(113) Blaðsíða 107
(114) Blaðsíða 108
(115) Blaðsíða 109
(116) Blaðsíða 110
(117) Blaðsíða 111
(118) Blaðsíða 112
(119) Blaðsíða 113
(120) Blaðsíða 114
(121) Blaðsíða 115
(122) Blaðsíða 116
(123) Blaðsíða 117
(124) Blaðsíða 118
(125) Blaðsíða 119
(126) Blaðsíða 120
(127) Blaðsíða 121
(128) Blaðsíða 122
(129) Blaðsíða 123
(130) Blaðsíða 124
(131) Blaðsíða 125
(132) Blaðsíða 126
(133) Blaðsíða 127
(134) Blaðsíða 128
(135) Blaðsíða 129
(136) Blaðsíða 130
(137) Blaðsíða 131
(138) Blaðsíða 132
(139) Blaðsíða 133
(140) Blaðsíða 134
(141) Blaðsíða 135
(142) Blaðsíða 136
(143) Blaðsíða 137
(144) Blaðsíða 138
(145) Blaðsíða 139
(146) Blaðsíða 140
(147) Blaðsíða 141
(148) Blaðsíða 142
(149) Blaðsíða 143
(150) Blaðsíða 144
(151) Blaðsíða 145
(152) Blaðsíða 146
(153) Blaðsíða 147
(154) Blaðsíða 148
(155) Blaðsíða 149
(156) Blaðsíða 150
(157) Blaðsíða 151
(158) Blaðsíða 152
(159) Blaðsíða 153
(160) Blaðsíða 154
(161) Blaðsíða 155
(162) Blaðsíða 156
(163) Blaðsíða 157
(164) Blaðsíða 158
(165) Blaðsíða 159
(166) Blaðsíða 160
(167) Blaðsíða 161
(168) Blaðsíða 162
(169) Blaðsíða 163
(170) Blaðsíða 164
(171) Blaðsíða 165
(172) Blaðsíða 166
(173) Blaðsíða [1]
(174) Blaðsíða [2]
(175) Kápa
(176) Kápa
(177) Saurblað
(178) Saurblað
(179) Band
(180) Band
(181) Kjölur
(182) Framsnið
(183) Kvarði
(184) Litaspjald


Gamlar götur og goðavald

Ár
1989
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
180


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Gamlar götur og goðavald
http://baekur.is/bok/f80d9a98-1bc6-464b-ae79-e87454b4431a

Tengja á þessa síðu: (57) Blaðsíða 51
http://baekur.is/bok/f80d9a98-1bc6-464b-ae79-e87454b4431a/0/57

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.