loading/hleð
(2) Blaðsíða [2] (2) Blaðsíða [2]
í skýrslum þeim, er á8ur gat eg um, hafa verib tilgreindar margar orsakir til fjársýkinnar á suðurlandi veturinn 1842 og 1843, en þessar þykja mjer mest eptirtektaverðar: 1) fjeð missir of snögglega útigangsins, og lifir ein- göngu á heyinu. 2) heyið er skemt og miglað, og drykkjarvatnib fúlt. 3) snögg veðrabrigði. 4) hrímlijela situr á grasinu. 5) skepnunum er lialdið of lengi í fjárhúsunum milli þess þær eru látnar viðra sig, og verður þá loptið í þeim mjög óhollt. 6) fjárhúsin leka, eru lítil, dimm og rakasæl. 7) eitururtum er án saka kennt um sýki þessa, því þær hafa með öllu önnur álirif og einkenna sjúkdóma þá er af þeim leiða með öðrum liætti enn hjer. 8) kindunuin er of snögglega kippt af góðu eldi og settar á illt hey. 9) sýki þessi er næm. — f>á er ein eða fleiri af skaðsemdum þessum leggst á skepnuna, þá kemur af því óreglulegur hlóbefnablendingur, og deyr þá skepnan annaðhvort þegar, eða hún fær ákafann kuldakvilla (Feber). Kolefnið eykst um of í blóðinu og vatnsefnið, þaraf kemur óregla í magablóðkerfinu, og þá meltir skepnan illa, og í vömbina safnast grasið ómelt og í vinstrina og botnlakann —; skepnan fær afbendi og bólga lileypur í öll apturinnýflin. Menn verða að varast, að svo miklu leiti því verður við komið sökum landslagsins, ab hleypa kindunum mjög snögglega út á nálina eða nýgrænuna á vorin, og meb engu móti mega þær fyrsl í stað koma fastandi út á morgnana, og er þessi varúð mjög svo áríðandi. Verði eigi hjá því komist, að gefa fjenað- inum miglað eða skemt hey, þá er nauðsynlegt, að þurka þab eða vibra svo vel sem föng eru á áður enn þab er gefið á jötuna, og er þá stráb innan um það salti og beiskum urtum. Verði snögg veðrabrigbi, má eigi beita fjenaðinum á meðan á því stendur, en halda honum þeim mun lengur í húsunum. Sje mikil hrímhjela fyrst á morgnana, verður að halda fjenu inni þar til af fer að taka, og gefa því morguntuggu. Allan veturinn skal vibra fjeb á hverjum degi ef veður er til þess; þab bætir loptib í fjárhúsunum, og útiloptið gerir kindurnar bragðlegri. Fjárhúsin þurfa að vera öldungis súglaus og þur, og eigi tjáir að of sett sje á þau, því slíkt skemmir loptið í þeim og eykur sóttnæmi. Fjárhús- dyrnar og gluggarnir eiga meb jafnaði ab standa opnir, þó svo, ab eiga aukist súgur í fjárhúsunum. Varast verbur ab gefa kindum þeim magngott hey í fyrstu, er áður eru orbnar magrar, því þá er hætt vib ab veikindi komi í þær.


Útlegging af bréfi til rentukammersins

Útlegging af brjefi til rentukammersins frá Viborg, kennara við dýralæknaskólann í Kaupmannahöfn, dagsettu 27da marzmánaðar 1844 um fjársýki á Íslandi.
Höfundur
Ár
1844
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
4


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Útlegging af bréfi til rentukammersins
http://baekur.is/bok/0de7fd7e-5adb-4174-a5fe-19685f073a49

Tengja á þessa síðu: (2) Blaðsíða [2]
http://baekur.is/bok/0de7fd7e-5adb-4174-a5fe-19685f073a49/0/2

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.