Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri


Höfundur:
-

Útgefandi:
J.C.Hinrichs, 1862

á leitum.is Textaleit

3 bindi
718 blaðsíður
Skrár
PDF (468,7 KB)
JPG (411,7 KB)
TXT (2,8 KB)

PDF í einni heild (38,1 MB)

Deila

IA Þetta bindi á Internet Archive

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


TRÖLL. 171
Inntak úr sögu^ætti af Ásmundi flagðagæfu. (Eptir sira Eyjólf
á Vollum í Svarfaöardal og meo hans hendi.) I dal einum fjarri þjóðbygó í Noregi
bjó karl og kerlíng, þau áttu prjá sonu, hét hinu elsti Grímr, annar
þórir, þriði Ásmundr. þeir Grímr og þórir vóru vænir ok vel at sér,
höfðu peir það starf að gæta sauða karls og kerlíngar, og draga þarfindi
til bús þeirra. þess getr sá sem hér um hefir kvedið:
,,Karl hefir búið i afdal einn,
átti sonu þrjá,
í mörgu var sá maðr beinn,
má vel greina þá.
Grímr og þórir gættu að sauð,
gjörðu karli þjóna,
og svo vakta allan auð
ásamt beggja hjóna."
Ásmundr var ólíkr bræörum sinum, lá hann í eldaskála og lét það
ekki til sín koma er nauðsyn var, unni faðir hans honuin lítið en móðir
hans mikiö. þá var Olafr Haraldsson konúngr yfir Noregi, þótti mörg-
um úngum mönnum þeim er þrek höföu og frama vildu sækja hið mesta
sæmdarefni að fara á fund hans og seljast honum til þjónustu; kemr það
einnig upp hjá þeim Grími og þóri að þeir vilja þetta ráða sinna og gera
bert föður sínum, hann tekr vel á, og segir mannskap þeirra að meiri,
telr víst að sú ferð muni þeini til sóma og frægðar, býr þá svo heiman
eptir efnum, og fær þeiin alt |>að þeir þurftu nema reiöskjóta, fóru þeir
síðan af stað gangandi og gengu þrjá daga samfieytt unz þeir kómu að
vatni nokkuru, sá þeir þá hvar maðr gekk meö vatninu raikill og þrýstinn,
rak hann saman fé og fór með hundr, leist þeim maörinn ógurlegr og
skaut þegar skelk í bríngu, kváðust nú heldr vilja vera við lítió hjá föður
sinum en haf'a þar líf sitt í tröllahönduni, sneru viö það aptr og fóru
heim til foreldra sinna. Karl undrast aptrkómu þeirra svo skjóta, verðr
allstyggr og telr á þá harðliga, segir illt að eiga þá sonu, ei- engi dáð
fylgi, og talar þar um bæði mart og hátt, svo að Asmundr heýrir i
eldaskálann, skellir hann yfir sik og hlær, en leggr ekki orð til. Karl
varð því styggri og kvað afglapann eigi þurfa gjöra sköll að þessu, mundi
honum öllu verr tekist hafa. ,,Eigi veit fyr en reynir," segir Ásmundr.
Péll svo þetta tal niðr. En er nokkuö var fráliöiö vilja þeir Grimr og
þórir fara af stað aptr, knúöi þá meir til þessa eggjan karls en öfusa
Þeirra, gjöra það þó einsætt, og segja nú eigi fara skyldu sem áðr, né
UPP gefa fyr en þeir hefói fundið Olaf konúng og gjörst memi hans, býr
karl þá enn ferð þeirra, sem hann kunni, en kerlíng gengr á meðan í
eldaskála til Asinundar, og segir honum ætlan bræðra hans, biðr hann
af alúð að fara íneð þeim, „er mér," segir hún, ,,eigi síðr til þín en þeirra,
þykir mér illt að þeir skulu verða frægðanncnn eu þú engi." LétÁsmundr