loading/hleð
(18) Blaðsíða 12 (18) Blaðsíða 12
12 skipuð var árið 1861 til að ræða um fjárliagsað- skilnaðinn, var í því atriðinu samhuga. Stjórnin virlist vera komin að sömu niðurstöðu (sjá auglýs- íngar konúngs til alþíngis, 1. Juni 1861. II, u og 8. Juni 1863. II, s). Nú hafði stjórnin vikið frá þessari grundvallarreglu. Af liverri ástæðu hún hafi gjört það, sést cigi, enda hefir hcnni eigi þókn- azt að skýra frá því. Fjárhagsnefndin á alþíngi í sumar tók þetta enn fram í einu hljóði, og meiri hluti hennar réði til, að öllu málinu væri frestað að sinni, en lagt aplur fyrir sérstakan þjóðfund, sem heitið var í konúngsbréfi 23.Septbr. 1848, og þessa uppástúngu samþykkti þíngið með miklum atkvæða- fjölda. I>að er og auðsætt, að eigi er unnt að gjöra neina áreiðanlega fjárhagsáætlun, meðan óvíst er hvernig stjórnarfyrirkomulagið verður. Menn geta ímyndað sér svo margskonar og misjafnlcga kostn- aðarsamt stjórnarfyrirkomulag; og eptir því Jhlýtur fjárhagsáætlunin að lagast. þessari stefnu hlýtur alþíng ómótmælanlega að lialda fast fram, og þess vegna verður eigi við því búizt, að það nokkurn tíma samþykki nokkra ákveðna árgjaldsupphæð í tölum — sem miðuð er við ástand lands- ins, þegar fjárhags-aðskilnaðurinn verður, en eigi við reikníngskröfur þess •—, nema því að eins, að fullkomið frumvarp til laga um stjórnarskipun Islands sé samfara, svo hægt verði að fá greinilegt yfirlit yfir, hvernig allt stjórnarfyrirkomulag íslands verði og hversu mikinn kostnað það muni hafa í för með sér. |>egar málinu nú er þannig varið, liggur það i augum uppi, að alþíng varð að laka eins í frum- varp þetta, og það gjörði. Samkvæmt þessari stefnu


Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865

Ár
1867
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 12
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.