loading/hleð
(14) Blaðsíða 4 (14) Blaðsíða 4
PQRSTEINN EINARSSON ÍÞRÚTTAFULLTRÚI : ^Áliriir miLh/i i/ippafencli mr. „Svo lengi lærir sem lifir“ segir gamal mál- tæki. Lífið er stærsti og lengsti skólinn. Próf þess skóla eru mörg. Til þess að undirbúa nám- ið í þessum skóla, höfum við Islendingar stofn- að margs konar skóla. I margar aldir voru hér á landi aðeins tveir skólar. Kvöldvökur á heim- ilum voru lýðháskólar. Þær varðveittu málið, geymdu sögur og sagnir, örvuðu til fræði-iðk- ana og veittu fræðslu. Þessarar tegundar skóla nutu allir, háir sem lágir. Kvöldvakan var mikill uppalandi. En það var annar þáttur íslenzks þjóðlífs, sem einnig var mikill uppalandi. Það voru íþróttirnar. Landnámsmennirnir fluttu íþróttirnar með sér. Norðmennirnir fangbrögð, sund, hernaðar- íþróttir og leiki, en Keltarnir knattleikinn með- al annarra íþrótta, sem þeir hafa tamið sér engu síður en Norðmenn. Landslag, veðurfar og at- vinnuhættir kröfðust harðgerðra íbúa. Átrún- aður, siðvenjur og lög kröfðust þess, að íbú- arnir væru vopnfimir. Frá Óðni voru allar íþróttir komnar. Hann var því tignaður með íþróttaiðkunum. Eftir dauðann fóru menn til Valhallar og þar héldu íþróttaiðkanirnar og kappmótin áfram. Ættartengslin og ættarskyldan lögðu einstak- lingunum hefndina á herðar og því varð að halda sér vopnfærum sem lengst. Þjóðfélagið hafði ekkert framkvæmdavald, svo að hver og einn varð að gæta og reka réttar síns. Iþrótt- irnar voru aðal-námsgreinar uppeldisins — hinn mikli uppalandi. Þó að siðaskiptin hefðu að visu áhrif á iþróttaiðkanirnar, þá má segja, að þær haldist lítt breyttar fram á 14. öld, en í 4 aldir eða fram yfir 1800 dregur úr íþróttaiðkunum. Leik- irnir verða meiri, harkan verður minni í leikn- um, sundfarir verða færri, hernaðaríþróttirnar nær hverfa, glíman helzt við og jafnvel eflist, en það, sem er afdrifaríkast, er að íþróttirnar eru ekki eign neinnar vissrar stéttar, heldur fjöldans, og því njóta iþróttirnar sín sem hinn mikli uppalandi. Skólasveinar Bessastaðaskóla gerðu iþrótt- irnar að frjálsri námsgrein í skólanum og færðu þær þaðan út til almennings, svo að þær íþróttaiðkanir, sem enn leyndust meðal alþýðu manna, fengu fjörkipp, og upp frá því hefjast auknar glímu- og sundiðkanir. Um aldamótin 1900 færist nýtt lif í íþrótta- iðkanirnar vegna erlendra áhrifa. Iþróttafélög eru stofnuð og ungmennafélögin koma til sög- unnar, skólar eru settir á stofn. Það, sem af er þessari öld, hafa íþróttirnar haldið í við framfarir og framtak á öðrum sviðum þjóð- lífsins. Þær eru orðnar eign fjöldans — hinn mikli uppalandi, en að ýmsu leyti með öðru markmiði en á landnáms- og söguöld. Stöðu sinni í þjóðlífinu hafa íþróttirnar hald- ið, vegna tilverknaðar alþýðu manna. Hvorki ríki né vissar stéttir hafa borið þær fram. Þær eru því þáttur þjóðlífsins, órofinn þáttur, eins og málið, sagnir og saga. Okkur nútíma íslendingum er fengin þessi arfleifð til varðveizlu og þroska. Fá byggðar- lög hafa eflt íþróttalíf sitt á skömmum tíma, eins og þið Akurnesingar. Þið hafið tileinkað ykkur allar greinar nútíma íþrótta og haldið við hinum fornu, glímu og sundi. Þið hafið byggt sundlaug, baðstofu, íþróttahús og rutt völl. Nú stendur fyrir dyrum lagning framtíðar- leikvangs. Allt þetta starf hefur verið mikill uppalandi. Megi ykkur takast að efla það, til aukins fram- taks fyrir ykkar fagra kaupstað. Þorsteinn Einarsson. 4 AFMÆLISBLAÐ K. A.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness
http://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.