loading/hleð
(19) Blaðsíða 9 (19) Blaðsíða 9
kom hann góðu skipulagi á allar æfingar, með kennslu sinni og prúðmennsku, og eiga K.A.-fé- lagar honum mikið gott starf að þakka. Axel var fyrsti formaður íþróttaráðsins hér, en það var stofnað 1934, en hlutverk þess var að vera tengiliður milli félaganna. fþróttavöllurinn á Jaðarsbökkum var vígð- ur 16. júní 1935, og eiga félagarnir þar mörg dagsverk, sem þeir lögðu fram, sjálfum sér og öðrum til nytsemdar og gleði. Á þessum árum átti félagið ýmsa góða styrktarmenn, sem ýttu undir þá yngri, og gáfu þeim þrótt til meiri af- kasta, og vil ég nefna Skafta Jónsson skipstjóra, er gaf Akranessbikarinn, Ólaf Finsen héraðs- lækni, sem alltaf var tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd, ef á þurfti að halda, og Bjarna Ólafsson skipstjóra, sem af sínum mikla áhuga fylgdist með gangi kappleikanna, og kom fyrir að hann frestaði för sinni úr höfn, ef maður var á skipi hans, sem þurfti að taka þátt í leikjunum. Fleiri nöfn væri hægt að nefna, en ég sýni þetta sem dæmi, hvað hinir eldri geta orkað á hina yngri með framkomu sinni, enda þótt þeir séu ekki virkir félagar. Ég minnist margra ánægjulegra ferða og kappleikja, og þá fyrst við Knattspyrnufélagið Val, í Reykjavík, en það var árið 1929, og er það fyrsti kappleikur, sem Akurnesingar taka þátt í. Ennfremur við Hauka i Hafnarfirði, Borgnesinga og fleiri félög. Ég vil þakka af alhug öllum félögum í K.A. fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins á þess- um árum, og þann kraft og vilja, sem þeir lögðu fram félaginu til heilla. Þegar litið er til baka, eru 25 ár í ævi eins félags stuttur tími, en hér hefur margt áunnizt: Bygging íþróttavallarins á Jaðarsbökkum, og stórt og myndarlegt íþróttahús, byggt af K.A. og Kára, til handa æsku Akraness til afnota um ókomin ár. Við skulum vona, að það erfiðasta sé um garð gengið, og þótt einhverjir erfiðleik- ar mæti okkur (sem er oft gott) í félagsstarf- seminni, þá getum við samt horft björtum aug- um á framtíðina, því að þar sem samstarf er og góður vilji, eins og kom fram við byggingu á Iþróttahúsinu, þar er sigurinn vís. Nú hefur K.A. komið sér upp vísi að félags- heimili, þar sem félagarnir geta komið saman, leikið og skemmt sér og rætt sín áhugamál. Ég óska þess, að félaginu megi auðnast í fram- tíðinni að eignast stórt og myndarlegt heimili. K.A.-félagar og þið æskumenn, sem stjórnið K.A. af miklum dugnaði, sýnið ávallt sannan leik í hverju sem er, fagnið hverjum sigri, og takið ósigrinum eins og íþróttamanni sæmir, þá mun starf ykkar bera ávöxt til heilla og hamingju fyrir Akranes og hina íslenzku þjóð. Heill og blessun fylgi starfi K.A. í framtíð- inni. Ólafur F. Sigurðsson. Takmarkið er Allir Akurnesingar í íþróttafélögum —J'Jeitl) ric^L óálC Lrauótum íiLama! Stlóm AFMÆLISBLAÐ K.A. 9
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness
http://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.