loading/hleð
(15) Blaðsíða 13 (15) Blaðsíða 13
Menningarmál Framtíð og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar eru ekki síst undir því komin að hún efli menningu sína og tungu og þekki sögu sína. Vegna fámennis er ábyrgð og frumkvæði hvers og eins mikilvægt. Menning er lifandi og breytileg en ekki kyrr- stæð frekar en lífið og þarfnast því stöðugrar endurnýjunar og aðhlynningar. Skap- andi menning er nauðsynlegt mótvægi við þann andlega doða sem fylgir vaxandi síbylju og tæknihyggju. Menning blómstrar ekki með valdboði eða miðstýringu heldur á hún að einkennast af valddreifingu og virkni. Það þarf að skilgreina hlut- verk ríkisins í menningarmálum upp á nýtt, móta menningarstefnu, endurskoða störf og stefnu listastofnana ríkisins og þau lög sem um þær gilda m.a. með það fyrir augum að auka valddreifingu og tryggja áhrif kvenna. Sérstaklega þarf að efla alla listmenntun í landinu og hraða uppbyggingu nýs listaháskóla. Breyta þarf nafni menntamálaráðuneytisins þannig að það beri heiti mennta- og menningar- mála og gera menningarmálum þar með hærra undir höfði en nú er gert. Það er íslenskri menningu til framdráttar að hafa opnar gáttir til allra átta. Þar gegna fjölmiðlar mikilvægu hlutverki, en með hinni svokölluðu fjölmiðlabyltingu má segja að flóðgáttir hafi opnast. í þeirri flóðbylgju verður æ erfiðara að fóta sig og halda áttum, ekki síst fyrir börn og unglinga. Besta vörnin er án efa sú að gefa börnum kost á skapandi menningarstarfi, efla hvers kyns menningarfræðslu og auka hlut innlendrar framleiðslu hjá stærstu menningarstofnun þjóðarinnar, Ríkisútvarpinu. íslenskar konur styðja menningarlífið af fádæma dugnaði, bæði með virkri þátttöku og sem njótendur. Leiksýningar, málverkasýningar, tónleika og ballett, svo dæmi séu tekin, sækja konur í mun ríkara mæli en karlar. Þarna byggja konur á gamalli menningarhefð. Hannyrðir kvenna, vefnaður og útsaumur, var sú tegund myndlistar sem mest var stunduð hér á landi á fyrri öldum og útsaumsverk kvenna eru meðal okkar bestu listaverka frá þeim tímum. Löngum var það hlutverk kvenna að bera menningararfinn frá kynslóð til kynslóðar, með því að kenna börnum lestur, kvæði og segja þeim sögur. Það verður þó hvorki sagt að opinbert menningarlíf á íslandi spegli heim og viðhorf kvenna né að konur í listum njóti stuðnings í samræmi við framlag þeirra, hugvit og getu. Hlutur kvenna við stjórn lista- og menningarlífsins er afar lítill og þar verður úr að bæta. Gamalgróin viðhorf karla móta menningu okkar, arfleifðin sameiginlega er ákveðin af körlum og sagan rituð af þeim. Konur í listum eru mældar á mælistiku karlveldisins sem sýnir þeim oft á tíðum lítinn skilning. Þessu þarf að breyta þannig að konur geti skapað að vild og njóti sannmælis. Konur eiga rétt á menningarheimi sem túlkar líf þeirra og gildismat. Menningin gegnir því hlutverki að halda okkur vakandi, skapandi, spyrjandi og glöðum. Henni ber því allt hið besta. Á ári hverju eiga listastofnanir og listamenn tilveru sína undir misjafnlega velviljuðu fjárveitingarvaldi. Slíkt fyrirkomulag er íslensku listalífi ekki til framdráttar. Á undanförnum árum hefur menningarlífið verið svelt og það meira að segja skattlagt illilega með virðisaukaskatti á bækur og tímarit. Þjóminjasafnið og Þjóðskjalasafnið eru dæmi um menningarstofnanir sem 13
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.