loading/hleð
(5) Blaðsíða 3 (5) Blaðsíða 3
Of margir trúa á þá blekkingu að hægt sé að ráða yfir náttúrunni og stjórna henni. Þeir horfa á land, loft og haf mengast, fuglasöng hljóðna og umhverfi eyði- leggjast og neita að sjá þetta sem fyrirboða eigin háska. Gróðurhúsaáhrif og óskynsamleg orkustefna mannkynsins eru gott dæmi um þetta. En umhverfisvand- inn stafar ekki af því að við kunnum ekki að stjórna náttúrunni heldur af því að við kunnum ekki að stjórna okkur sjálfum. Lausn vandans er fyrst og fremst sú að við ræktum á ný tengsl okkar við náttúruna og viðurkennum manninn sem hluta hennar. Við verðum að læra að virða og beygja okkur undir lögmál náttúrunnar og láta þá virðingu koma fram í öllum okkar verkum og athöfnum. Vegna stöðu sinnar og reynslu ættu konur að hafa völd og áhrif sem þær hafa ekki. Til þess að leysa umhverfisvandann þurfum við á að halda innsæi og rök- hyggju bæði kvenna og karla. Það þarf að hlusta á konur, taka eftir verkum þeirra og virða menningu þeirra af því að framlag þeirra er ómissandi til lausnar þess umhverfisvanda sem ríkjandi viðhorf hafa leitt mannkynið í. Umhverfismál á íslandi eru í miklum ólestri. Mikilvægt er að umhverfisráðu- neytið fái aukið vægi í stjórnkerfinu og því sé gert kleift að snúa vörn í sókn á öll- um sviðum umhverfismála. Skynsamleg nýting auðlinda í anda sjálfbærrar þró- unar, endurheimt landgæða, flokkun og endurvinnsla sorps, hreinsun frárennslis og gætileg umgengni um viðkvæma náttúru landsins eru brýnustu verkefnin. Umhverfisspjöll, mengun, stríðsátök og ójöfnuður ógna öllu lífi á jörðinni. Kvennalistinn vill snúa við blaðinu og stefna í sjálfbært þjóðfélag þar sem þegn- arnir virða móður jörð og rétt komandi kynslóða til lífs og velfarnaðar. Kvennalistinn vill: 9 að fræðsla um alla þætti umhverfismála verði stóraukin í því skyni að auka virðingu fyrir náttúrunni og vinna að viðurkenningu á því að maður- inn sé hluti af henni, 9 að rannsóknir á náttúru lands og sjávar verði efldar, $ að gerð verði áætlun um nýtingu landsins sem tekur fyrst og fremst mið af varðveislu landgæða og endurheimt þeirra sem tapast hafa, 9 að svæði með fagurri og sérstæðri náttúru verði friðlýst í því skyni að standa vörð um fjölbreytileika og sérkenni landsins, 9 að ávallt sé lagt mat á áhrif aðgerða á umhverfi áður en í þær er ráðist hvort sem um er að ræða húsbyggingu, vegagerð, brúarsmíði, línulögn, landgræðslu, skógrækt eða annað, 9 að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða ekki síður en fjárhagslegra við ákvarðanir um skipulag og hvers konar framkvæmdir og rekstur, 3
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.