loading/hleð
(51) Blaðsíða 49 (51) Blaðsíða 49
9 endurskoða tekjuöflunarkerfi ríkisins, 9 endurskoða og einfalda tryggingakerfið, 9 stórefla markaðssókn til þess að auka tekjur. Skattamál Efnahagslegt sjálfstæði kvenna er grundvallaratriði í kvennabaráttu. Konur verða að geta litið á sig sem einstaklinga með eigin þarfir, vilja og réu, um leið og þær tengjast fjölskyldu og samfélagi. Skattkerfið verður að taka mið af þessu. Skattheimta er nauðsynleg til að standa undir margvíslegri þjónustu í þjóðfé- laginu. Flestir vilja hafa þjónustuna sem mesta en skattana sem lægsta. Þessi sjónarmið er oft erfitt að sætta. Að undanförnu hafa skattar hækkað árlega án þess að þjónusta hafi aukist. Á sama tíma og ríkið tekur til sín sífellt meira fé fer aðbún- aður stofnana þess versnandi. Gagnrýni á íslenska skattkerfið beinist einkum að óréttlátri dreifingu byrðanna. Þetta óréttlæti verður að leiðrétta. Skattbyrði fólks með lágar tekjur og meðaltekjur er komin úr hófi, bæði með beinum og óbeinum sköttum en einnig með vaxandi þjónstugjöldum sem eru aðeins dulbúin skattheimta. Efla þarf rannsóknir og skattaeftirlit til þess að draga úr skattsvikum sem eru lögbrot og þarf að fjalla um sem slík en ekki að blanda þeim saman við aðra umræðu um skatta. Við skattlagningu fyrirtækja er rekstrarkostnaður metinn til frádráttar, en þegar kemur að fjölskyldunni er annað uppi á teningnum. Núverandi skattkerfi tekur hvorki tillit til þess kostnaðar, sem fylgir því að reka heimili, né heldur kostnaðar sem ræðst af búsetu. Skattleysismörk eru í engu samræmi við framfærslukostnað einstaklinga og við álagningu skatta er ekkert mið tekið af framfærslu barna. At- huga ber þann kost að taka upp sérstakan persónuafslátt barna og að foreldrum verði leyft að nýta sér ónýttan persónuafslátt barna sem búa heima eða eru á fram- færi foreldra. Eignaskatta þarf einnig að endurskoða og horfa þá til fleiri þátta en nú er gert og mismunandi tekjumöguleika af eignum. Skattleggja þarf fjármagns- tekjur eins og aðrar tekjur. Lífeyrisréttur er undirstaða öryggis í ellinni. Það er ólíðandi að framlög í sjóð- ina séu skattlögð en með skattlagningu á greiðslum úr sjóðunum er um tvísköttun að ræða. Þetta óréttlæti þarf að afnema. Kvennalistinn hefur ítrekað lagt fram frumvarp til laga um afnám þessarar tvísköttunar. Eitt skattþrep er ekki til þess fallið að auka jöfnuð og gera skattaálögur rétt- látari. Þetta á við bæði um tekjuskatt og virðisaukaskatt. Eðlilegra væri að hafa fleiri skattþrep þannig að þeir, sem hæstar hafa tekjurnar, greiði hlutfallslega rneira til samfélagsins. Matvæli og nauðsynleg þjónusta á ekki að bera virðisauka- skatt. 49
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (51) Blaðsíða 49
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/51

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.