loading/hleð
(55) Blaðsíða 53 (55) Blaðsíða 53
reyna að kaupa sér bót á eigin útliti. Á slíkum vanda þarf að taka með ráðgjöf, sjálfstyrkingu og breyttu gildismati. Þótt íslenskar konur hafi mjög sótt í sig veðrið hvað menntun varðar er val þeirra einhæft og í mörgum vísindagreinum og starfsgreinum eru konur allt of fáar. Reynslan sýnir að þegar konum fjölgar t.d. í læknisfræði og lögfræði breytast áherslur þótt þess hafi reyndar lítið gætt enn hér á landi. Skoða þarf skólakerfið sérstaklega út frá því hvernig það sinnir sérstökum þörfum kynjanna og hvernig kynin eru hvött til dáða. Kanna þarf sjálfsmynd stúlkna annars vegar og pilta hins vegar og vinna út frá þeim niðurstöðum sem fást. Erlendar rannsóknir sýna að sjálfsmynd og sjálfstraust stúlkna er yfirleitt mun veikari en pilta sem m.a. leiðir af sér ákveðið val á námi og starfi. Forysta stráka í spurningakeppnum, ræðu- keppnum og í forystu félagslífs í skólum hér á landi sýna að eitthvað mikið er að. Veik sjálfsmynd margra íslenskra kvenna er eflaust orsök þess hve staða kvenna er bág og á því hve illa gengur að bæta hana. Það er einkenni á íslensku samfélagi hve vinna barna og unglinga er mikil bæði með skóla og í fríum. Þessi vinna er eflaust þroskandi en stundum gengur hún úr hófi fram og kemur niður á námi og tómstundum. Það er líka séríslenskt fyrirbæri hve mikil ábyrgð er oft lögð á herðar barna, sem þau eru engan veginn fær um að standa undir. Há slysatíðni meðal barna hér á landi er jafnvel að hluta til talin eiga rætur að rekja til þessa. Full ástæða er til að kanna annars vegar vinnu barna og unglinga og hvort um óeðlilega mikið álag sé að ræða og hins vegar að vekja athygli á því að börn eiga að fá að vera börn og óeðlilegt er að leggja á þau ábyrgð sem þau ráða ekki við. Fíkniefni hafa verið hér í umferð um langt skeið og of mikil áfengisneysla ung- linga er áhyggjuefni. Slys á ungmennum einkum ungum ökumönnum (piltum) eru allt of tíð og kosta einstaklingana og samfélagið allt of mikið í limlestingum, sorg og fjármunum. Ofbeldi og einelti er því miður vaxandi meðal ungmenna og þar skortir ekki fyrirmyndir og kennslu sem birtist í kvikmyndum, sjónvarpsmyndum og tölvuleikjum. Á þessum málum verður að taka með meiri og betri fræðslu, um- ræðum og aðgerðum. Fræðslu um kynlíf, kynsjúkdóma, barneignir, getnaðarvarnir og alnæmisvand- ann hefur ekki verið sinnt sem skyldi en þar má ekkert til spara vegna þess að þar er um forvarnir að ræða sem skipta einstaklingana miklu. Einn stærsti vandi sem við stöndum frammi fyrir í íslensku þjóðfélagi er hvernig tryggja megi ungu fólki vinnu í framtíðinni, við hvað það eigi að vinna og hvernig taka skuli á atvinnuleysi ungs fólks þannig að við lendum ekki í viðlíka hremmingum og aðrar Evrópuþjóðir. Svörin hljóta að felast í mótun atvinnustefnu til langs tíma, öflugu menntakerfi, stuðningi við vísindi og rannsóknir og með því að efla frumkvæði einstaklinga og hópa sem kanna vilja nýja möguleika. Atvinnu- leysinu þarf að svara með framboði á almennri menntun og starfsmenntun fyrir atvinnulaus ungmenni og alls kyns átaksverkefnum. 53
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (55) Blaðsíða 53
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/55

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.