loading/hleð
(7) Blaðsíða 5 (7) Blaðsíða 5
Þótt konur séu fjölmennar í kennarastétt eru þær í miklum minnihluta sem stjórnendur. Skólastarfið er enn að mestu leyti byggt á uppeldisstefnum og hefð- um sem karlar hafa mótað. Rannsóknir sýna að skólakerfið viðheldur rótgrónum viðhorfum er varða stöðu kynjanna. Mikilvægt er að í námsefnisgerð og starfi allra menntastofnana sé tekið mið af ólíkri stöðu og arfi kynjanna. Vinna þarf markvisst að jafnri stöðu karla og kvenna og þeirri framtíðarsýn að konur móti þjóðfélagið engu síður en karlar. Kvennalistinn vill tryggja komandi kynslóðum góð uppvaxtarskilyrði. Jöfn for- eldraábyrgð og aukin og bætt þátttaka samfélagsins í uppeldi barna er liður í því. Okkur ber skylda til að búa vel að öllum börnum. Þau eru framtíð þjóðarinnar og því er mikilvægt að veita auknu fé til uppeldis og menntastofnana svo að þær verði færari um að takast á við þær breytingar sem framtíðin ber í skauti og geti nýtt þær í þágu samfélagsins alls. Nútíminn kallar á nýja menntastefnu sem byggist á stöðugri menntun einstaklinganna. Mikilvægt er því að menntakerfið sé sveigjan- legt, ýti undir sköpun og nýja hugsun og geti lagað sig að síbreytilegum heimi. Mikilvægt er að menntun, starfsskilyrði og laun kennara og annarra, sem vinna að menntun þegnanna, séu mönnum bjóðandi og í samræmi við sívaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra. Styrkja þarf menntakerfið til muna allt frá leikskóla til háskóla, m.a. með aukinni áherslu á vel menntað starfsfólk, verkmenntun, ný- sköpun, samskipti, þróunarstarf og rannsóknir. Leikskólar Góður leikskóli er kostur sem öllum börnum ætti að standa til boða í nútíma- samfélagi og sjálfsögð þjónusta við barnafjölskyldur. Þar á að fara fram markvisst uppeldisstarf unnið af fagmenntuðu fólki. Lögum samkvæmt er leikskóli fyrsta skólastigið og því skulu öll börn eiga kost á fræðslu þar ef foreldrar óska. Hann er eðlileg viðbót við uppeldi á heimili og eflir félagsþroska barna. Eins og staðan er nú er hann jafnframt nauðsynlegur þar sem flestir foreldrar vinna utan heimilis. Því fer víðs fjarri að þörfinni fyrir dagsvist hafi verið mætt á undanförnum árum og mjög stór hópur foreldra leysir dagvistarvandann með dýrum og/eða ófullnægj- andi úrræðum. Flestum börnum stendur aðeins til boða hálfsdags vistun sem oft- ar en ekki er í engu samræmi við þann vinnutíma sem samfélagið krefst af foreldr- um. Öll börn ættu að eiga völ á leikskóladvöl í heimahverfi sínu óháð atvinnuþátt- töku, efnahag og hjúskaparstöðu foreldra. Forsenda þess að leikskólar geti starfað í samræmi við þær kröfur, sem gera verður til uppeldis og menntunar barna, er að þangað ráðist vel menntað og hæft starfsfólk. 5
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 5
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.