loading/hleð
(13) Blaðsíða 11 (13) Blaðsíða 11
„ÞESS VEGNA STEND ÉG HÉR“ Fyrsti vetur Kvennalistans á alþingi. — Úr þingræöum. Kennslugagnamiðstöðvar — G. A. Síðast en ekki síst er hér um að ræða mannréttindamál. Það er óverjandi með öllu að börn okkar skuli hafa svo misjafna aðstöðu til náms eftir búsetu eins og raun ber vitni. Nútíminn og framtíðin gera æ meiri kröfur til manna, bæði um fjölbreytta og sérhæfða menntun. Það er því hvorki boðlegt börnum þessa lands að draga þau svo í dilka hvað varðar undirbúning undir lífið né heldur hefur þjóðin efni á því. Almannatryggingar — S. D. K. Ég er þeirrar grundvallarskoðunar að dag- vinnulaun á hinum almenna vinnumarkaði eigi að vera nægilega há til að duga mönnum til framfærslu. Enginn sem vinnur fulla vinnu á að þurfa að svelta og ég tel það vera niður- lægjandi fyrir konu eða karl í fullu starfi að geta ekki framfleytt sér og sínum af atvinnu- tekjum sínum. Sú krafa að fólk geti fætt sig og klætt af launum sínum hlýtur að teljast hóg- vær krafa. Friðarfræðsla — G. A. Friðarfræðsla leitast við að dýpka vitund, vitneskju og skilning á deilum milli einstakl- inga innan þjóðfélags og milli þjóða. Hún rannsakar orsakir deilna og átaka, sem má finna samofnar skynjunum, verðmætamati og viðhorfum einstaklinga. Enn fremur má finna orsakir þeirra í félagslegri, stjórnmálalegri og efnahagslegri gerð þjóðfélagsins. Friðar- fræðsla hvetur til þess að leita annarra leiða, sem fela í sér lausnir á deilum án ofbeldis, og hvetur jafnframt til þróunar þeirra hæfileika sem nauðsynlegir eru til að beita slíkum lausnum. En jafnvel þótt við útrýmum öllum þeim kjarnorkuvopnum sem nú eru til þá getum við ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að með okkur býr þekkingin um það hvernig á að smíða slík vopn. Þess vegna segi ég: Mann- kyn, sem kann að smíða kjarnorkuvopn, þarfnast friðarfræðslu til að kunna að forðast sinn eigin dauðadóm. Rannsókn og meðferð nauðgunarmála — K. H. Margir eru þeirrar skoðunar að sönnun- arbyrði brotajDola í nauðgunarmálum sé ankannaleg, því það sé fyrst og fremst kon- unnar að sanna sakleysi sitt en ekki afbrota- mannsins. Þá er atferli brotaþola í nauðgun- armálum bæði í fortíð og meðan á broti stóð dregið fram í sviðsljósið í ríkari mæli en við rannsókn annars konar brota. Má t.d. benda á aðstöðumun konu sem verður fyrir nauðgun og manns sem rændur er á götu út. Ætli það þætti ekki einkennilegt ef hann væri spurður í þaula um hvort hann hefði veitt viðnám, hvort hann hefði verið ríkmannlega klæddur, hvaða ástæður lægju til þess að hann hefði verið á ferli úti á götu á þessum tíma sólarhrings, hvort hann væri þekktur fyrir að vera örlátur á fé o.s.frv. FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN 11


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.