loading/hleð
(17) Blaðsíða 15 (17) Blaðsíða 15
Um útvarp frá Alþingi — S. D. K. Málum er því í reynd þannig háttaö að þeir fulltrúar á Alþingi íslendinga, sem ekki eiga sjálfir eöa samtök þeirra nóg af peningum til aö gefa út eigið málgagn, eiga þess sáralítinn kost aö koma störfum sínum og viðhorfum út til umbjóöenda sinna og landsmanna allra. Þetta mál, sem í fljótu bragöi virðist ekki svo ýkja stórt, snertir því við grundvallaratriðum okkar þjóðskipulags. Það vekur þessa áleitnu spurningu: Við hvers konar lýðræði búum við raunverulega? Er það meiningin að það lýð- ræði, sem talað er um í 1. gr. stjórnarskrárinn- ar, sé lýðræði fjármagnsins? Mitt svar við þvi er nei. Þannig get ég ekki skilið 1. gr. stjórnar- skrárinnar. Um stefnuræðu fors.ráðh. — K. H. Erum viö öll jafnfær um að axla byrðar vegna minnkandi þjóðartekna? Er jafnauðvelt fyrir einstæða móður með lágmarkstekjur að þola rýrnun kaupmáttar og ráðherra eða framkvæmdastjóra með 70- 100 þús. kr. tekjur á mánuði? Fyrsta des. s.l. voru skráð 8050 börn undir 15 ára aldri í umsjá einstæðra foreldra, eða 12% barna á öllu landinu. Einstæðir feður voru þá skráðir 361, en einstæðar mæður 5710. Að minnsta kosti konurnar eru fáar í hópi þeirra yfirborguðu og áreiðanlega hafa þær litla möguleika á að drýgja tekjur sínar með eftirvinnu og aukastörfum því einhvern tíma þarf að sinna börnunum — eða erum við ekki öll sammála um það? Nógu fallega er talað um gildi barnauppeldis og heimilisstarfa á hátíðlegum stundum. Um húsnæðissamvinnufélög — K. H. Fyrir löngu var þörf breyttrar stefnu I hús- næðismálum. Sú þörf er nú orðin að brýnni nauðsyn. Fólk verður að eiga fleiri kosta völ en að þræla sér út við að koma þaki yfir höfuðið. Það verður að geta valið um það í reynd hvort það leigir, kaupir notað húsnæði eða byggir sjálft. En nú er það alls ekki svo að allir vilji eða geti eignast húsnæðið sem þeir búa í. Þrátt fyrir þá séreignastefnu sem rikt hefur hér á landi er reiknað með að 30-40 þús. íslend- ingar búi í leiguhúsnæði. Þar er vandinn ekki minnstur. Öryggisleysi og réttleysi leigjenda hefur einmitt rekið marga út í byggingar eða íbúðakaup sem þeir réðu í rauninni ekkert við. Hér er mikil þörf á því að snúa við blaðinu. Það þarf að veita auknu fé til byggingar leigu- húsnæðis, einkum á vegum félagasamtaka, og lengja lánstímann verulega. Um fjárlögin — K. H. Menn verða að skilja að þjóðfélagsgerðin hefur breyst. Konur eru ekki lengur neitt vara- vinnuafl. Þær eru fyrirvinnur engu síður en karlar, þótt illa gangi að fá það viðurkennt. Nú má búast við samdrætti t.d. í verslun og þjónustu, þar sem vinnuaflið er að stórum hluta konur. Við vitum öll hver afleiðingin yrði af slíkum samdrætti. Samdráttur í heilbrigðismálum bitnar án efa fyrst og fremst á konum, eins og sjá mátti þegar byrjað var á því að kanna hvort ekki mætti spara hjá lægst launaða fólkinu á ríkis- spítölunum, í eldhúsi og þvottahúsi, en þar eru auðvitað konur í meirihluta. — Reyndar er sama hvar borið er niður í heilbrigðisþjónust- unni. Konur eru í miklum meirihluta á næstum öllum sviðum hennar. Konur bera beinlínis uppi heilbrigðisþjónustuna. Þetta er nokkuð sem furðu fáir hafa gert sér grein fyrir. Og samdráttur í byggingu dagvistarheimila bitnar náttúrulega fyrst og fremst á konum og börnum. Það þarf varla frekari skýringa við. Um fjárlögin — K. H. Hvaða leið sem valin verður bendir nú margt til þess að sjúkraþjónusta muni í tals- verðum mæli færast aftur inn á heimilin í land- inu. Það er vitanlega ódýrasta lausnin. Nú verður treyst á fórnfýsi og hjálpsemi hús- mæðra, þótt störf þeirra séu annars aldrei metin sem vert væri. Ætli konur fari ekki senn að heyra gömlu plötuna um mikilvægi heimil- anna þegar brýnt verður að losna við þær af vinnumarkaðinum og nýta ókeypis starfs- krafta þeirra t.d. við umönnun sjúkra? FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN 15


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.