loading/hleð
(20) Kápa (20) Kápa
Vissir þu að aðeins 5.5% kvenna ná meðaltekjum karla? að samanlagður vinnutími kvenna utan heimilis og innan er allt að þriðjungi lengri en vinnutími karla? að ef yfirvinna yrði afnumin yrðu til u.þ.b. 10.000 ný störf? aö laun ógiftra kvenna á besta (vinnu) aldri eru sambærileg við laun unglingsstráka og karla á ellilífeyrisaldri? að það var ekki fyrr en árið 1979 að settar voru fram kröfur á þingi ASÍ um dagvistun fyrir öll börn? Sama ár voru u.þ.b. 65.000 konur úti á vinnumarkaðinum. að árið 1982 útskrifuðust 4 konur úr Há- skóla íslands á móti hverjum 6 körium? að í mörgum hefðbundnum kvennastörf- um er krafist 3ja - 8 ára starfsmenntunar að loknu grunnskólaprófi? Skyldi „mennt- unarskortur“ kvenna vera einhlít skýring á lágum launum ... — eða er eitthvað bogið við starfsmatið? að á skóladagheimilum eru pláss fyrir 190 börn 6 til 9 ára en börn einstæðra foreldra á þessum aldri eru um 800? að áttunda hvert barn í landinu er á fram- færi einstæðs foreldris í langflestum tilvik- um einstæðra mæðra? Er atvinnuleysi kvenna ekki jafn alvarlegur hlutur og atvinnuleysi karla? að skv. lögum njóta húsmæður aðeins 'U sjúkradagpeninga? að sá réttur er bundinn eftirfarandi reglum: „Geti húsmóðir t.d. annast matseld þrátt fyrir veikindi, er réttur til sjúkradagpen- inga ekki fyrir hendi?“ að þetta ákvæði var sett 1979 en fram að þeim tíma höfðu húsmæður notið fullra sjúkradagpeninga? — Breytingin var skýrð á þann veg að verið væri að gæta samræmis við tryggingalöggjöf Norður- landa hvað þetta varðar! að konur voru 5% alþingismanna fyrir síð- ustu kosningar, en eru nú 15%? Á hinum Norðurlöndunum eru þær 24-31%. að konur voru 6,2% sveitastjórnarmanna fyrir kosningarnar 1982 en eru nú 12,5%? Á hinum Norðurlöndunum eru þær 22- 29%. að konur eru 46,7% af félögum ASÍ, en að- eins 13,3% miðstjórnarmanna? að konur eru 58,8% félaga B.S.FI.B. en 36,4% stjórnarmanna? að konur eru 63,9% félaga í Sambandi ís- lenskra bankamanna en 36,4% stjórnar- manna? að í Stjórn VSÍ sitja 60 manns þar af eru 3 konur eða 5%?


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (20) Kápa
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.