loading/hleð
(10) Blaðsíða 8 (10) Blaðsíða 8
Fjármál Kvennalistinn er ekki í vafa um að breyta megi forgangsröðun verkefna hjá borginni þó svo að stór hluti af tekjum hennar sé bundinn í rekstri. Fjármuni borgarinnar má nýta mun betur en nú er gert m.a. með spamaði í stjóm hennar og í einstökum framkvæmdum. A undanfömum ámm hefur kostnaður við stjóm borgarinnar ver- ið sívaxandi án þess að það hafi skilað sér í bættri stjómun. Kvennalistinn vill: að útsvari og fasteignagjöldum verði beitt til að jafna aðstæður borgarbúa. að lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt á þann veg að sveitarfélögunum verði gefið aukið sjálfdæmi. Með því móti skapast svigrúm til að hafa útsvarsálagningu breytilega eftir tekjum sem og til að veita tekjulitlum hópum afslátt af fasteignagjöldum eins og gert er með ellilífeyrisþega. að gjöldum fyrir veitta þjónustu verði haldið í lágmarki og þau miðuð við launatekjur á hverjum tíma. að ríkisvaldið auki framlög til samneyslu og félagslegrar þjónustu í Reykjavík þannig að borgin geti staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar sem höfuðborgar landsins. 8


Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í borgarmálum 1986
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.