loading/hle�
(11) Blaðsíða 9 (11) Blaðsíða 9
Heilbrigðismál Afkoma hverrar þjóðar er undir heilsu manna komin. Með góðri heilsu er átt við andlega, lík- amlega og félagslega vellíðan. Öflugt heilbrigðis- kerfi sem leggur rfka áherslu á fyrirbyggjandi starf, stuðlar að bættu heilbrigði. Með bættri heilsugæslu á heilsugæslustöðvum og í skólum, fræðslu um hollustuhætti, átaki í tannvemd, vinnuvemd, auknu heilbrigðiseftirliti o. fl. mætti draga stórlega úr sjúkdómum og kostnaði við heilbrigðiskerfið í framtíðinni. Staða geðsjúkra í borginni er afar bágborin. Sérstakt átak þarf til að bætá stöðu þeirra. Frumskilyrði til að bæta heilbrigðisþjónustu er þó að búa þeim starfstéttum sem við hana vinna betri kjör og gera þau störf mikilsvirt og aðlaðandi. Kvennalistinn vill: að hraðað verði uppbyggingu heilsugæslustöðva f Reykjavík. að á hverri heilsugæslustöð verði sérmenntað starfsfólk sem starfi við heilsuvemd eingöngu og að þeirri starfsemi verði tryggt ákveðið fjármagn til ráðstöfunar. að allir einstaklingar hafi heilsufarsbók sem fylgi þeim frá vöggu til grafar, þar sem skráðir em sjúkdómar, lyf og önnur læknismeðferð sem viðkomandi hefur fengið. að heilsugæsla í skólum verði markvissari og meiri áhersla lögð á eftirlit og meðferð andlegra og félagslegra þátta í nánu samstarfi við foreldra. að fyrirbyggjandi starf í skólum verði stórlega aukið. 9


Beinir tenglar

Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32