loading/hleð
(13) Blaðsíða 11 (13) Blaðsíða 11
Oldrunarmál Neyðarástand ríkir í málefnum aldraðra. Kvennalistinn telur brýnt að gert verði átak í þeim málum. Bæta þarf heimaþjónustuna veru- lega og hraða byggingu íbúða og stofnana í þágu aldraðra. Markmið heimahjúkrunar og heimilishjálpar er að styrkja fólk til sjálfsbjargar. Þessi þjónusta gerir það verkum að fólk getur venð lengur í sínu eðlilega umhverfi og kemur í veg fyrir eða styttir dvöl þeirra á stofnunum. Slíkt hlýtur að vera ómetanlegt fyrir einstaklinginn auk þess sem það hefur í för með sér betri nýtingu á hjúkrunarrými og aukinn sparnað. Eins og önnur störf sem lúta að umönnun og þjónustu er heimaþjónusta mjög lítils metin til launa. Af þessum sökum er mikill hörgull á starfsfólki hjá heimilishjálp borgarinnar og mun færri en á þurfa að halda fá notið þessarar hjálpar. Hjá ellimáladeild Reykjavíkurborgar eru nú um 1100 aldraðir á biðlista eftir húsnæði, þar af eru rúmlega 600 í mjög brýnni þörf. Flestir þeirra sem þama um ræðir þurfa húsnæði sem býður upp á talsverða þjónustu og jafnvel hjúkrun. Söluíbúðir með aðstöðu til félagsiðkunar leysa ekki þörf þessa hóps. Þar verða að koma til vemdaðar þjónustuíbúðir og hjúkrunar- heimili í eigu borgarinnar. 11


Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í borgarmálum 1986
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.